Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 57

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 57
 Þjóðmál HAUST 2009 55 og var einnig á hágengistímanum . Erlendir ferðamenn lögðu þá leið sína til Íslands, þó að ferðin yrði þeim dýrari en til flestra annarra landa . Ekki dró Kárahnjúkavirkjun úr ferða manna strauminum, enda eru virkj- anir hér lendis og erlendis vinsælir áningar- staðir ferðamanna . Mismunarkostnaður ferða mann anna er mælikvarði á verðmæti nátt úru gæðanna . Dæmi um þessi náttúru- gæði telja skýrsluhöfundar vera m .a . „útsýni, hreinleika og heilnæmi lofts og vatns, veðurlag – bæði staðbundið og hnattrænt, kyrrð, landrými, gróðurfar, dýralíf, lífríki o .m .fl .“ . Ekkert af þessu rýra vatnsaflsvirkjanir né iðjuver að nokkru ráði . Miklu fremur hafa þessi fyrirtæki bætt umhverfi sitt, miðlunarlón fegra annars þurr svæði og í afrennsli þeirra verður góð fiskigengd og veiði . Lífríki í kringum iðjuverin er óraskað bæði á láði og legi, eins og fjölmargar opinberar rannsóknar- skýrslur sýna . Þessar staðreyndir eru í hróplegu ósamræmi við eftirfarandi fullyrðingu fjór menninganna: „Flestar verklegar fram kvæmd ir í hagnaðarskyni hafa þó meiri nei kvæð áhrif á náttúrugæði en jákvæð .“ Aðferð, sem skýrsluhöfundar Sjónar- randar ehf . vitna til um mat á „árlegum kostnaði vegna náttúruspjalla“ orkar tví- mælis, en hún var fólgin í því að spyrja þá, sem hlynntir voru Kárahnjúkavirkjun um bætur, sem þeir væru fúsir til að greiða fyrir meint náttúruverðmæti, sem farið hefðu forgörðum við gerð virkjunarinnar . Miklar líkur eru á því, að svarið sé mjög háð efnahagsumhverfinu á tíma spurningar inn- ar . Í þessu tilviki var spurt í hámarki bólu- hagkerfisins árið 2007 . Þessi aðferð gefur þess vegna breytilega niðurstöðu og er þar með ónothæf . ÍMorgunblaðinu 31 . júlí 2009 birtist við-tal við Ágúst F . Hafberg, fram kvæmda- stjóra viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli undir fyrirsögninni „Ótrúverðug og villandi“ um téða skýrslu Sjónarrandar . Þar segir í upphafi: „Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Sjónar- rand ar ehf . um arðsemi orkusölu til stóriðju er ótrúverðug, umfjöllun um efnahagsleg áhrif villandi og útreikningar óvandaðir og rangir í sumum tilvikum .“ Nokkru síðar er haldið áfram varðandi útreikninga hagfræðinga Sjónarrandar á ávöxtun eigin fjár árið 2006 hjá Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja: „Bendir Ágúst á að í einni töflu í skýrsl- unni komi fram að ávöxtun eigin fjár hafi verið neikvæð um 12,4% árið 2006 hjá þessum fyrirtækjum . Það geti ekki staðist þar sem þetta ár hafi samanlagður hagnaður fyrirtækjanna verið yfir 13 milljarðar króna og ávöxtun þeirra á eigin fé um 7,7% . Ágúst segir skýrsluhöfunda hafa viðurkennt að þarna hafi þeir rangt fyrir sér . Við þetta hafi ávöxtun eigin fjár á tímabilinu 1988 til 2006 farið úr 1,4% í 4,4% .“ Sú skýrsla Sjónarrandar ehf ., sem hér er til umfjöllunar, er gagnslaus í öllu tilliti, og með útgáfu hennar er fjármálaráðuneytið að dreifa röngum og/eða villandi upp- lýsingum . Um er að ræða áróðursplagg handa andstæðingum stóriðju og virkjana fyrir hana . Verður að telja um misnotkun á skattfé að ræða .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.