Þjóðmál - 01.09.2009, Side 58
56 Þjóðmál HAUST 2009
Ragnar Jónasson
Byggði Agatha Christie
sakamálasögu á eigin lífi?
Nú í haust kemur í fyrsta sinn í íslenskri þýðingu út ein kunnasta sakamálasaga
Agöthu Christie, Five Little Pigs (Minning
um morð) . Sagan er í hópi þeirra bóka
drottn ingar sakamálasagnanna sem hafa
selst hvað best í gegnum árin . Sérfræðingar í
verkum Agöthu hafa hrifist mjög af bókinni
og því hefur verið haldið fram að ef til vill
hafi hún aldrei komist nær því en í þessari
bók að skrifa sögu um fyrra hjónaband sitt
í formi leynilögreglusögu .
Agatha Christie skrifaði alls þrjátíu og
þrjár skáldsögur um belgíska leynilög reglu-
manninn Hercule Poirot . Þeirra á meðal er
Minning um morð, sem kom fyrst út árið
1942 .
Enski titillinn, Fimm litlir grísir, vísar
til þekktrar enskrar barna gælu sem hljóðar
svo:
This little piggy went to market.
This little piggy stayed at home.
This little piggy had roast beef,
This little piggy had none.
And this little piggy went „Wee! Wee! Wee!“
all the way home.
Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem
Agatha Christie nýtti sér barnagælur við val
á bókartitlum og má þar m .a . nefna bókina
One, Two, Buckle My Shoe (ísl . Tönn fyrir
tönn, 1999) sem hafði komið út þremur
árum áður . Í Bandaríkjunum fékk Five
Little Pigs annað heiti, Murder in Retrospect
(Minning um morð), sem þykir að mörgu
leyti meira lýsandi fyrir efni bókarinnar, en
þar tekur Hercule Poirot að sér að rannsaka
morð sem átti sér stað mörgum árum áður
en leitað er til hans . Á þýsku heitir bók in
Das unvollendete Bildnis (Ófullgerða mál-
verkið) . Í fleiri bókum Agöthu Christie eru
gömul morðmál til rannsóknar, svo sem í
Mrs. McGinty’s Dead (1952; ísl . Á síðustu
stundu, 2003) .
Rithöfundurinn Charles Osborne, sem
ritað hefur mikið um verk Christie, segir
m .a . um Minningu um morð:
„Þetta er fyrsta og langbesta skáldsagan
þar sem Poirot eða annar spæjari er fenginn
til þess að leysa glæpamál úr fortíðinni .
Tilvísanir til barna gælunnar, sem enski
titillinn vísar til [ . . .] eru vandræðalegar og
óþarfar; frú Christie kýs að tengja fimm
persónur við litlu grísina, með fimm
kaflaheitum (6 .–10 . kafli) sem vísa til