Þjóðmál - 01.09.2009, Side 59
Þjóðmál HAUST 2009 57
viðeigandi línu í kvæðinu, en það varpar
hins vegar engu ljósi á persónurnar . [ . . .]
Þegar litið er fram hjá barnagælunni má sjá
að Five Little Pigs, eða Murder in Retrospect,
er í raun frábær skáldsaga og jafnframt fyrsta
flokks morðgáta, og flóknari að uppbyggingu
en flest mál Poirots . Persónurnar eru ljós-
lifandi en þó dregnar
fínum línum .“
Bókin varð fyrsta
skáldsaga Agöthu
Christie til að seljast
í 20 .000 eintökum í
fyrstu útgáfu .
Eins og frægt er orðið, hvarf
Agatha Christie um
tíma í desember
árið 1926, en þá
var hún þegar orðin
kunn af skrifum
sínum . Þetta ár
hafði móðir Agöthu
lát ist og eiginmaður
Agöthu, Archibald
Christie, sagt henni
frá því að hann
hygðist yfirgefa hana vegna annarrar konu,
sem hét Nancy Neele . Þann 3 . desember
rifust þau hjónin og Archibald fór brott til
að eyða helginni með ástkonu sinni . Um
kvöldið ók Agatha að heiman í bifreið sem
síðar fannst yfirgefin nálægt stöðuvatni,
með ljósin á, auk þess sem í bílnum fannst
loðkápa Agöthu, ferðataska og útrunnið
ökuskírteini . Víðtæk leit fór fram og ýmsar
kenningar komust á kreik um hvarfið .
Í ljós kom að Agatha hafði skráð sig inn
á fyrsta flokks heilsuhótel í Harrogate,
Hydropathic hótelið, og gekk þar undir
nafninu „frú Theresa Neele“ og kvaðst vera
nýkomin frá Höfðaborg í Suður-Afríku .
Agatha mun hafa sagt blaðamanninum,
sem fann hana á hótelinu, að hún hefði
misst minnið . Leyndardómurinn á bak við
hvarfið fór með Agöthu í gröfina og sagði
hún ekkert um það í sjálfsævisögu sinni .
Minning um morð fjallar um morðið á
listamanninum Amyasi Crale, sem hyggst
yfirgefa eigin konu sína, Caroline Crale,
vegna ungrar fyrir-
sætu . Caroline er
sak felld fyrir morð ið,
en löngu síðar kem ur
dóttir þeirra hjóna
á fund Hercules
Poirots og biður
hann um að rann-
saka málið, í þeirri
von að Caroline hafi
verið saklaus .
Charles Osborne
hefur velt því upp
hvort Agatha hafi
að einhverju leyti
verið að fjalla um
sjálfa sig í bókinni
og hjónaband sitt og
Archibalds Christies,
með vitað eða ómeð-
vitað . Hann bendir
á að í bókinni sýni höfundur óvenju lega
mikla sálfræðilega dýpt . Þá vísar hann
til þess að bókin sé skrifuð árið 1942 og
verið sé að rannsaka glæp sem framinn
hafi verið sextán árum áður, nánar tiltekið
árið 1926 – sama ár og Agatha Christie
hvarf . Þá bendir Osborne á að svo vilji
til að eiginmaðurinn í sögunni, Amyas
Crale, hafi sömu upphafsstafi og Archibald
Christie .
Laura Thompson, sem ritaði ævisögu Agöthu Christie árið 2007, bendir
hins vegar á að þótt bókin hafi komið út
árið 1942, hafi hún í raun verið skrifuð árið
1941 (þ .e . fimmtán, en ekki sextán, árum