Þjóðmál - 01.09.2009, Page 61

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 61
 Þjóðmál HAUST 2009 59 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Siðferðilegt endurmat kommúnismans Evrópuráðið samþykkti 25 . janúar 2006 að hvetja til þess, að glæpir komm- únista yrðu fordæmdir á alþjóðavettvangi . Þar sem þeir hefðu ráðið ríkjum, hefðu þeir undantekningarlaust brotið almenn mannréttindi, framið fjöldamorð, tekið urmul fólks af lífi, murkað úr öðrum lífið í þrælk unarbúðum, svelt menn í hel og pynd- að, flutt fjölmenna hópa nauðungar flutn- ingum, ofsótt fólk vegna uppruna síns eða skoðana og svipt það málfrelsi, prentfrelsi og trúfrelsi . Enn hefðu kommúnistar völd í nokkrum löndum og héldu uppteknum hætti . Í ályktuninni sagði: „Evrópuráðið telur, að vitund um þessa sögu sé nauðsynleg til þess að afstýra slíkum glæpum síðar meir . Enn fremur er siðferðilegt mat og fordæming á slíkum glæpum mikilvægur þáttur í uppeldi komandi kynslóða .“ Skoraði ráðið á kommúnistaflokka og arftaka þeirra í aðildarlöndunum, sem ekki hefðu enn end- ur skoðað þessa sögu, að gera það og taka skýra afstöðu gegn glæpum kommúnista .1 Ályktun Evrópuráðsins má rekja til Svart­ bókar kommúnismans, sem nokkrir fransk ir 1 „Resolution 1481 (2006): Need for international condemnation of crimes of totalitarian communist regimes .“ http://assembly .coe .int/Mainf .asp?link=/Documents/ AdoptedText/ta06/eRES1481 .htm – sótt 8 . maí 2009 . fræðimenn tóku saman og kom út í París í nóvember 1997, en hún hefur síðan verið þýdd á flest Evrópumál og alls staðar vakið fjörugar umræður . Kom hún út á íslensku 31 . ágúst 2009 . Þar notuðu höfundar nýjar heimildir, sem aðgengilegar urðu eftir fall kommúnistastjórnanna í Mið- og Austur- Evrópu 1989–1991, til að varpa ljósi á glæpi þeirra . Hér skal farið nokkrum orðum um það siðferðilega endur mat komm- únismans, sem farið gæti fram á Íslandi að áeggjan Evrópuráðsins og eftir útkomu Svartbókarinnar . 1 . Í inngangi Svartbókar kommúnismans minnti ritstjórinn, Stéphane Courtois, á, að nas ismi væri hvarvetna fordæmdur . Þýskir nasistar hefðu í stríðslok verið leiddir fyrir rétt í Nürnberg og sakfelldir fyrir stríðs- glæpi, glæpi gegn friðnum og glæpi gegn mann kyni, ekki síst helförina, kerfisbundna útrýmingu gyðinga . Courtois benti síðan á, að kommúnistar hefðu í löndum sínum útrýmt kerfisbundið fólki eftir uppruna, til dæmis kúlökkum (sjálfseignarbændum) í Ráðstjórnarríkjunum . Hvaða munur væri á að svelta í hel kúlakkabarn í Úkraínu,

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.