Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 74

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 74
72 Þjóðmál HAUST 2009 kom út bókin Konur í einræðisklóm eftir Margarete Buber-Neumann, sem hafði fyrst setið í fangabúðum Stalíns og síðan Hitlers . Haustið 1955 kom út bókin Ör­ laga nótt yfir Eystrasaltslöndum, þar sem eist neskur prófessor, Ants Oras, lýsti illu hlutskipti smáþjóðanna við Eystrasalt . Hér skal látið staðar numið, enda flutti Níkíta Khrústsjov leyniræðu sína um ógnarstjórn Stalíns í febrúar 1956, og eftir það gátu íslenskir ráðstjórnarvinir ekki lengur þrætt fyrir hana, þótt þeir kysu flestir eftir það þögn frekar en uppgjör . 8 . Ekki þarf um að deila, að íslenskir kommúnistar beittu iðulega ofbeldi í því skyni að ná markmiðum sínum (og gerðust með því brotlegir við lög), að forystumenn þeirra tóku við fyrirmælum og fjárhagslegum stuðningi frá einræðisríkjum kommúnista, að sumir helstu talsmenn þeirra vissu af kúguninni í þessum ríkjum og að þeir kommúnistar, sem ekki vissu af henni, áttu að geta vitað af henni, því að nægar upplýsingar voru aðgengilegar um hana . Kommúnistar á Íslandi voru engu minni kommúnistar en annars staðar . Ef glæpsamlegt er að vera kommúnisti, eins og glæpsamlegt er að vera nasisti, þá gildir sá dómur um kommúnista á Íslandi ekki síður en annars staðar . En þá vakna tvær spurningar: Um hverja á dómurinn við? Og í hverju er glæpurinn fólginn? Svarið við fyrri spurningunni var einfalt, á meðan hin öfluga kommúnistahreyfing á Íslandi gekk fram í sérstökum kommúnistaflokki . Eftir það varð það flóknara: Þá mátti kalla þá kommúnista, sem studdu kommúnistaríkin beint og óbeint . Þótt kommúnistar hefðu undirtökin í Sósíalistaflokknum, voru ekki allir flokksmenn kommúnistar, og í Alþýðubandalaginu eftir 1968 höfðu kommúnistar veruleg ítök, en réðu ekki alltaf ferð . Seinni spurningin snýst um það, að venjulega fremja menn ekki glæp með því að vera eitthvað, heldur með því að gera eitthvað . Eitt svarið við henni er það, sem nefnt var um nasismann . Óbreyttir nasistar, sem ekkert gerðu af sér sjálfir, voru annaðhvort vitorðsmenn skoðanabræðra sinna og -systra eða sekir um vítavert gáleysi . En kjarni málsins er, að nasisminn er stefna mannhaturs . Hún beinist gegn ýmsum hópum eftir geðþóttaskilgreiningum, til dæmis gyðingum . Með þessari stefnu er afneitað sameðli mannkyns og því skipt í æðri og óæðri hópa . Þess vegna telja margir glæpsamlegt að vera nasisti . Evrópuráðið hvatti í ályktun sinni frá 2006 til siðferðilegs endurmats komm- únismans . Er kommúnismi einmitt ekki stefna mannhaturs eins og nasisminn? Beinist hann ekki gegn ýmsum hópum eftir geðþóttaskilgreiningum? Af hverju ætti að vera skárra frá siðferðilegu sjónarmiði séð að hata kúlakka og „burgeisa“ en gyðinga? Er með þessari stefnu ekki afneitað sameðli jarðarbúa, eins og þeir eru hér og nú, þar sem sumir eru kúlakkar og eiga jarðir og aðrir burgeisar og eiga verksmiðjur? Nú kunna sumir að segja á móti, að óþarfi sé að taka allt þetta fram . Kommúnisminn sé jafndauður í hugum mannanna og nasisminn . Enginn aðhyllist hann lengur í alvöru, að minnsta kosti ekki eins og hann var framkvæmdur í Ráðstjórnarríkjum Len- íns og Stalíns, Kína Maós eða Kambódíu Pols Pot . En eins og Evrópuráðið benti á í ályktun sinni, eru glæpir kommúnista ekki fordæmdir jafnafdráttarlaust og nasista . Tvö nýleg dæmi af málsmetandi Íslendingum sýna þetta . Vorið 1997 spurði málgagn Alþýðubandalagsins, Vikublaðið, Lúðvík Geirsson, þá bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði og síðar bæjarstjóra, en áður formann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.