Þjóðmál - 01.09.2009, Page 75

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 75
 Þjóðmál HAUST 2009 73 Blaðamannafélags Íslands, á hvaða stjórn- málamanni lífs eða liðnum hann hefði mest álit . „Lenín hefur alltaf verið í uppá- haldi hjá mér . Hann var traustur foringi,“ svaraði Lúðvík .63 Vladímír Íljítsj Lenín var einhver blóðugasti harðstjóri sögunnar, eins og kemur fram í Svartbók kommúnismans og nægar heimildir voru til um áður . Hvenær hefði hafnfirskur bæjarfulltrúi getað sagt opinberlega, að eftirlætisstjórnmálamaður sinn væri Adolf Hitler? Haustið 1998 lét forysta Alþýðubandalagsins það verða eitt sitt síðasta verk, áður en flokkurinn gekk inn í Samfylkinguna, að þiggja boð komm- únistaflokks Kúbu um að senda þangað nefnd manna, og voru í henni meðal annarra Margrét Frímannsdóttir, síðasti formaður flokksins, og Svavar Gestsson, sem einnig hafði verið for maður hans . Reyndi nefndin að ná fundi Fidels Castro einræðisherra, en hann hafði ekki áhuga á að hitta hana .64 Eins og lýst er í Svartbók kommúnismans, hefur harðstjórn kommúnista á Kúbu haft skelfilegar afleiðingar . Talið er, að um 30 þúsund manns hafi týnt lífi af völdum stjórnvalda (tíu sinnum fleiri en í tíð einræðisherrans Augustos Pinochet í Chile), fjöldi stjórnmálafanga er geymdur í þrælkunarbúðum, og um tíundi hluti þjóðarinnar hefur flúið land . 9 . Hin nýlegu dæmi af hafnfirska bæjar-fulltrúanum og sendinefndinni til Kúbu sýna, að ekki var vanþörf á ályktun Evrópuráðsins frá 2006 . Enn líta margir á glæpi kommúnismans af meiri léttúð en 63 „Áhrif,“ Vikublaðið 19 . maí 1997 . 64 „Formaður Alþýðubandalagsins í heimsókn til Kúbu,“ Mbl. 31 . janúar 1998; „Rætt um erlenda fjárfestingu á Kúbu,“ Mbl. 15 . nóvember 1998 . Sbr . einnig Jónas Kristjánsson: „Skilaboð pílagrímanna,“ DV 18 . nóvember 1998 . glæpi nasismans . Stéphane Courtois hefur einnig leitt sterk rök að máli sínu . En þrátt fyrir það má efast um, að glæpsamlegt sé að vera nasisti eða kommúnisti, hafi menn ekkert gert af sér annað . Hæpið er að telja stjórnmálaskoðun glæp, hversu ógeðfelld sem hún er . Líklega var gengið of langt í stríðslok með því að gera aðild að nasistaflokkum glæpsamlega . Frelsið er líka frelsi nasista og kommúnista til að bera í brjósti hatur til gyðinga og burgeisa og jafnvel til að láta slíkt hatur í ljós . Nú tíðkast að tala um „hatursglæpi“ . Minnir það ekki óþægilega á lýsingu Georges Orwells í staðleysufælunni Nítján hundruð áttatíu og fjögur á „hugsunarglæpum“? Er ekki rangt að banna með lögum áróður nasista og kommúnista í fjölmiðlum, jafnvel á Netinu, þótt auðvitað eigi einstökum fyrirtækjum að vera heimilt að neita að flytja slíkan áróður? Þurfa vísindin á því að halda, að sumar tilgátur, til dæmis um helförina, séu beinlínis bannaðar, þótt fráleitar séu? Hitt virðist frekar í anda vísindanna að treysta frjálsri samkeppni hugmynda . Eðli og saga nasisma og kommúnisma réttlætir að vísu, að haft sé sérstakt eftirlit með skipulögðum hópum þeirra . Þótt stjórnmálaskoðun varði ekki við lög, getur hún einnig valdið vanhæfi . Á viðsjárverðum tímum kann að vera eðlilegt að sniðganga yfirlýsta alræðissinna í lögreglu og öðrum opinberum stofnunum (til dæmis í kalda stríðinu á Íslandi á flugvöllum og veðurstofu) . Á friðartímum kann á sama hátt að vera óeðlilegt að setja gamla nasista eða kommúnista í dómnefndir og siðanefndir (að minnsta kosti yfir ötulum baráttumönnum gegn þessum alræðisstefnum) . En dómur sögunnar er umfram allt siðferðilegur . Eina refsingin, sem íslenskir kommúnistar eiga skilið, er almenn og fortakslaus fordæming á kommúnisma .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.