Þjóðmál - 01.09.2009, Page 76
74 Þjóðmál HAUST 2009
Margaret Thatcher hefur vakið bæði ást og andúð
og er án efa umtalaðasti leið-
togi Breta á síðari árum .
Fyrir ekki svo löngu síðan
var breska sjónvarpsmyndin
MARGARET THATCHER
– THE LONG WALK TO
FINCHLEY (***) sýnd í
Ríkis sjónvarpinu . Þar er rakin,
á léttan og skemmtilegan hátt,
hin þyrnum stráða leið sem Thatcher þurfti
að feta til að ná frægð og frama í stjórnmálum .
Í mynd inni er Thatcher lýst sem mjög
einbeittri, hægrisinnaðri konu sem veit hvað
hún vill . Hún sigraðist á miklu mótlæti og
komst til metorða í mjög karllægum og
íhaldssömum flokki .
Stjarna myndarinnar er tvímælalaust leik-
konan sem fer með hlutverk Thatchers,
Andrea Riseborough . Hún á lof skilið
fyrir góðan leik því hún nær talanda og
fram komu Thatchers afar vel . Í myndinni
er ekki lögð mik il áhersla á pólitíska
heimspeki heldur er eink um
reynt að draga upp mynd af
þeirri mögn uðu persónu sem
Margaret Thatcher er . Það
geta eflaust allir haft gaman af
þessari mynd – hvort sem þeir
elska Thatcher eða hata!
Thatcher var, eins og kunn-
ugt er, lítið gefin fyrir ríkis-
afskipti í forsætisráðherratíð
sinni . Vorið 1980 var Thatcher
spurð í breska þinginu hvort hún ætlaði að
beita sér fyrir því að stjórnarformaður BBC
upplýsti hvaða þóknun Richard Nixon
hefði fengið fyrir viðtal við hann kvöldið
áður í sjónvarpsþættinum Panorama .
Fyrir spyrjandi minnti á að BBC hygðist
leggja niður skosku sinfóníuhljóm sveit ina
og spurði hvort forsætisráðherrann væri
ekki sammála sér að það væri „hneisa að
greiða þóknun, hversu lág sem hún væri, til
manns sem væri svo fyrirlit legur og rúinn
öllu mannorði“ sem Nixon . Thatcher sagði:
„Svarið við fyrri hluta spurn ingar háttvirts
Kvikmyndir
_____________
María Margrét Jóhannsdóttir
Thatcher og Frost/Nixon