Þjóðmál - 01.09.2009, Side 84

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 84
82 Þjóðmál HAUST 2009 mun allt ráða miklu um það hvernig til tekst að styrkja samkeppnisstöðu Íslendinga á þessari öld, nýta styrkleika hennar og koma í veg fyrir hugsanlega einangrun þjóðar- innar . Þar munu tengslin við Evrópu, efna- hags stjórnun, gjaldmiðlamál og innganga í Evrópu sambandið skipta sköpum . Pólitískar ákvarðanir næstu misserin ráða miklu um lífskjör Íslendinga næstu árin og áratugina . . . Öryggismál fólks og þjóða munu taka á sig nýja mynd í kjölfar hryðjuverka og nýrra við- horfa til hernaðar, þar sem hryðju verka ár ásin á World Trade Center og Pentagon markaði sérstök þáttaskil . Innrásin í Írak, átök fyrir botni Miðjarðarhafs, pólitísk og hernaðarleg uppbygging Rússlands, trúar bragða styrj ald ir, skæð flensuveira, SARS, og svínaflensa eru dæmi um öryggis- og heilbrigðismál sem jarðarbúar þurfa að fást við . Það má vel vera að 21. öldin verði sú öld sem leiði hvað mestar hörmungar yfir jarðar búa og þá af þeirra eigin völdum . Undarlegt er, að þarna er hvergi minnst á breytingarnar, sem eru að verða á norður- slóðum vegna nýtingar orkulinda á Norð- ur skautinu eða siglinga í Norður-Íshafi . Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, hefur oft sagt að hann muni „selja“ Ísland gagn vart Evrópu sambandslöndum með því að benda þeim á, að aðild Íslands opnaði ESB nýja leið að Norð urskautinu . Ég skáletraði loka- setn ing una, því að í henni felst dapur leg spá að nýlokinni öld tveggja heims styrjalda . Til hvaða framtíðarhörmunga er Þor kell að vísa? Þorkell telur, að með bankahruninu hafi Ísland tapað sjálfstæði sínu . Hann segir (bls . 187): „Þjóðin hefur í raun tapað sínu fjárhagslega sjálfstæði . Allt tal um sjálfstæði þjóðarinnar hljómar ótrúverðuglega .“ Þess vegna vill hann að ríkisstjórnin sæki um aðild að Evrópusambandinu . Hann telur lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að „verða órjúfan legur hluti af Evrópusambandinu og þar með alþjóðasamfélaginu .“ Og hann segir (bls . 188): Sjálfstæði þjóðarinnar stendur mest ógn af einhverri ímyndaðri sjálfstæðisbaráttu utan Evrópu og að við þurfum að ráða yfir okkar auðlindum til sjávar og sveita . Það voru mikil vonbrigði þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók af- stöðu gegn aðild að Evrópusambandinu á síðasta landsfundi flokksins, en rökin voru talin þau að öfgafullir andstæðingar Evrópu- aðildar hefðu að öðrum kosti gengið úr flokknum eða gripið til annarra róttækra að gerða . Það var ekki hægt að ræða þetta málefna lega . Fyrir okkur, sem sátum landsfundinn og tókum þar þátt í umræðum um Evrópumál, er með ólíkindum að lesa þennan texta . Þar er einnig skautað fram hjá þeirri staðreynd, að hinn 14 . nóvember 2008 var hleypt af stokkunum Evrópuumræðum innan Sjálf stæðisflokksins, sem stóðu fram að lands fundi í lok mars 2009 með þátttöku hundraða ef ekki þúsunda flokksmanna . Sjónarmið skoðanabræðra Þorkels urðu einfaldlega undir í þessum umræðum . Að segja þær hafa einkennst af hótunum um úrsögn úr flokknum af hálfu þeirra, sem eru andvígir aðild, er umsnúningur á staðreyndum . Nokkrum dögum fyrir kosn- ingar gerðu aðildarsinnar innan flokksins aðför að samstöðu innan hans með herferð undir kjörorðinu sammala.is og eftir kosn- ingar hóta þeir að stofna nýjan flokk, ef þingmenn flokksins ganga á svig við sam- þykkt landsfundar . Þá hafa sumir þeirra viðurkennt á opinberum vettvangi að hafa ekki kosið flokkinn í þingkosningunum heldur Samfylkinguna . Þorkell gefur ekki mikið fyrir yfirráð Ís- lendinga yfir auðlindum sínum og hann lætur hjá líða að ræða geópólitískar stór- breytingar á norðurslóðum, þegar hann spáir einangrun Íslands á alþjóðavettvangi . Þá minnist hann til dæmis ekki á alþjóða- lega glæpastarfsemi, þegar hann ræðir öryggismál . Við mótun framtíðarsýnar sinnar hefði Þorkell átt að leita víðar fanga en í skugga Evrópusambandsins .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.