Þjóðmál - 01.09.2009, Side 86

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 86
84 Þjóðmál HAUST 2009 Höfundur kallar bresku hryðjuverkalögin „neyðarlög“ og lýsir skilningi á þeirri ósvinnu að beita þeim gegn Íslendingum vegna þess sem hann kallar „sögusagnir“ um stórar millifærslur úr íslensku bönk - unum frá London . Undir millifyrirsögninni, þar sem höfund ur spyr, hvort ríkis stjórn Íslands hafi leyft, að gögn um yrði eytt, segir höfundur, að eftir setningu íslensku neyðarlaganna hafi stjórnendur gömlu bankanna fengið að „starfa óáreittir . . . svo dögum og vikum skipti“ . Þá hafi vinir þeirra og sam starfsmenn verið „í aðstöðu til að eyða þeim gögnum sem þeir vildu . Þeir sem til þekkja fullyrða að það hafi verið gert .“ Höfundur vegur að endurskoð- enda skrif stofum á þennan veg: KMPG, PriceWaterhouseCoopers og Deloitte hófu rannsókn hver á annarri um hvort eitthvað hefði verið gruggugt við störf hinna í aðdraganda hrunsins . Því miður hafa ekki margir trú á hlutleysi rannsóknar þar sem starfstétt í einu landi rannsakar sjálfa sig . Á sömu blaðsíðu (123) og alið er á þessum grunsemdum er birt mynd af mér og þessi texti: Ennþá undarlegra var val Björns Bjarnason- ar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á mönn- um til að rannsaka bankana en hann réði feður lykilstarfsmanna tveggja helstu útrásar- fyrirtækjanna, FL Group og Exista, til starf- ans . Valtý Sigurðsson, ríkssaksóknara, réði hann til að rannsaka hrunið . Sonur hans, Sigurður Valtýsson, var framkvæmdastjóri Exista . Þá átti Bogi Nilsson líka að rannsaka málin, en sonur hans er Bernhard Bogason, einn af framkvæmdastjórum FL Group og fyrrverandi yfirmaður skattasviðs KPMG á Íslandi . Þá var tengdasonur Björns Bjarna sonar lykilstarfsmaður hjá Novator, fjár fest ingafélagi Björgólfs Thors, og ábyrgur fyrir stórum stöðutökum á móti íslensku krónunni . Ísland er lítið land og til þess að unnt sé að skoða eitthvað geta frændur og vinir ekki verið að þvælast fyrir ef niðurstöðuna á að taka alvarlega . Það er því óhætt að fullyrða að þeir sem fyrrverandi ríkisstjórn réð í upphafi til að rannsaka bankahrunið tengdust allir liðunum þremur í hinni íslensku „úr- valdsdeild“ viðskipta . Þegar ég las þetta, áttaði ég mig á því, hvers vegna höfundur hafði ekki birt heimildaskrá . Hann hafði einfaldlega ekki haft fyrir því að kynna sér heimildir heldur helgaði tilgangur hans meðalið, það er að sýna fram á réttmæti þeirra orða í formála sínum, að ríkisstjórn Geirs H . Haarde hefði „kennt“ alþjóðlegu fjármálakrísunni um ástandið hér, þegar það hefði í raun verið henni og íslenskum fjármálafurstum að kenna . Ríkisstjórnin hefði „hrökklast“ frá, þegar hið rétta var, að Ingibjörg Sólrún heimtaði, að Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra . Helst má skilja höfund á þann veg, að við Valtýr Sigurðsson og Bogi Nilsson hefðum allir verið að „þvælast fyrir“ því, að rann sókn ákæruvaldsins á bankahruninu væri unnt að taka alvarlega vegna skyldleika eða tengda okkar við starfsmenn fjármálafyrirtækja . Hið rétta í þessu máli er eftirfarandi: Hinn 14 . október 2008 ritaði ég Valtý Sigurðssyni, ríkissaksóknara, bréf, þar sem ég staðfesti ákvörðun Valtýs um, að hann mundi hafa forystu um gerð skýrslu um stöðu og starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana auk aðdraganda hinna miklu umskipta, sem orðið hefðu í rekstr- in um . Markmiðið var að draga upp heild- ar mynd af stöðunni, þ . e . afla stað reynda um starfsemi bankaanna Glitnis hf ., Landsbanka Íslands hf . og Kaupþings hf ., útibúa þeirra og fyrirtækja í þeirra eigu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar í þeim tilgangi að kanna hvort

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.