Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 87

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 87
 Þjóðmál HAUST 2009 85 einhver háttsemi hefði átt sér stað, sem gæfi tilefni til lögreglurannsóknar . Í sama bréfi var tilkynnt, að dóms- og kirkjumálaráðu- neyt ið féllist á, að ríkissaksóknari fengi til liðs við sig fulltrúa frá embætti skatt- rannsóknarstjóra, fjármálaeftirliti og ríkis- endurskoðun . Var þess vænst, að þessari vinnu yrði lokið eigi síðar en í árslok 2008 . Þá skýrði ég ríkissaksóknara í sama bréfi frá því, að unnið væri að löggjöf í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu um að stofna sérstakt embætti til að sjá um rannsóknir og eftir atvikum saksókn vegna þeirra réttarbóta, sem kynnu að koma í ljós í tengslum við þá atburði, sem orðið hefðu í starfsemi fjármálastofnana . Eins og af þessu bréfi sést er rangt, að ég hafi falið Valtý Sigurðssyni að „rannsaka bankana“ . Ég staðfesti ákvörðun hans sem ríkissaksóknara um að hafa forystu um skýrslugerð tengda bankahruninu . Valtýr fól Boga Nilssyni, fyrrverandi ríkissaksókn ara, hinn 23 . október að stýra skýrslugerð inni og hófst hann þegar handa við gagna öflun og undirbúningsvinnu . Hinn 4 . nóvember tillynnti Bogi hins vegar Valtý, að hann segði sig frá starfinu þar sem hann taldi sig ekki lengur njóta nægilegs almenns trausts til að sinna því . Með bréfi til mín, dags . 6 . nóvember 2008, tilkynnti Valtýr mér, að hann ætlaði ekki að hafast frekar að en bíða framvindu frumvarps um sérstakan saksóknara, en það varð að lögum í desember 2008 . Eftir að hafa auglýst embætti sérstaks saksóknara tvisvar skipaði ég Ólaf Þór Hauksson, sýslumann, til að gegna því . Óvönduð og órökstudd lýsing Jóns F . Thoroddsens á máli, sem ég gjörþekki, dró svo mjög úr trú minni á vinnubrögð hans, að ég get alls ekki tekið undir þau orð Egils Helgasonar, að bók Jóns sé „skyldulesning“ . Jón ætti að sjá sóma sinn í því að innkalla bók sína og leiðrétta hana fyrir endurútgáfu . Hvíta bókin Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, hefur best tök á stíl og máli af höfundum bókanna um hrunið . Hvað sem skoðun lesandans líður hrífst hann af kynngi- mögnuðum málflutningi Einars Más . Þar sannast, hve mikill styrkur felst í góðu valdi á orðsins brandi . Í Hvítu bókinni eru birtar í „bókarbún- ingi“, eins og það er orðað í kynningu, grein ar, sem Einar Már ritaði í Morgun­ blað ið vikurnar og mánuðina eftir hrunið . Sagt er, að textinn hafi verið aukinn og yddaður og til hafi orðið upplýsingarrit og hugmyndabanki handa okkur öllum . Bók- in er 189 bls . í kiljubroti . Ríkisstjórn Geirs H . Haarde hlýtur þungan dóm . Einar Már kveður oft fast að orði í gagnrýni sinni um „frjálshyggju“ sjálfstæðismanna . Hann á þó ekki hönk upp í bakið á frjálshyggjumönnum . Hann hefur aldrei haft trú á hugsjón þeirra . Öðru máli gegnir um þá til vinstri . Á bls . 96 segir: Forsetinn átti líka að segja af sér, en það hefur hann ekki gert enn . Blinda hans byrgði mörgum sýn . Í stað þess að vera forseti þjóðarinnar og menningar hennar gerðist Ólafur Ragnar Grímsson forseti við skipta- lífsins, eiginlega hirðfífl þess . Vegna þjónkunar við viðskiptalífið sveik forsetinn þjóðina . Málið er ekkert flóknara en það . Auðvitað er þetta sorgarsaga, því bæði Ólaf ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Ingi björg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utan rík isráðherra, koma úr hreyfingu jafnaðarmanna, vinstrihreyfingunni, en kok gleypa frjálshyggjuna, hvort með sínum hætti . Hér birtist skrýtin vísan til frjálshyggju . Hvorki Ólafur Ragnar né Ingibjörg Sólrún hafa nokkru sinni játast þeirri stefnu, sem býr að baki frjálshyggju og felst í því að ýta undir framtak einstaklinga og fyrirtækja þeirra með lágum sköttum og eðlilegri dreifingu launa .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.