Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 90

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 90
88 Þjóðmál HAUST 2009 sem hann vitnar á vingjarnlegri hátt til þeirra sem nú eru kallaðir útrásarvíkingar (t .d . á bls . 149) en það eru undantekningar . Mig grunar þó að sagnfræðingar framtíðarinnar hafi minni áhuga á því hverjir vöruðu við yfirvofandi hruni en við sem nú spyrjum okkur hvað það var sem gerðist . Áhugaverðara held ég að verði fyrir þá að skoða viðhorf Bjarna til ýmissa annarra mála svo sem húsa- og náttúruverndar, stóriðju, Evrópu sambandsmála, alþjóða- mála, landbúnaðar mála og inntaks „framsóknar mennsku“ í blíðu og stríðu . Mörgum sagnfræðingum verður tíðrætt um hversu breytileg fortíðin er eftir því hver nútíminn er hverju sinni . Þetta endurspeglast meðal annars í bók sem ég rak augun í og keypti í bókaverslun í Osló fyrir rúmum áratug . Það var rétt eftir að hún kom út árið 1997 . Þessi bók heitir Fortida er ikke hva den en gang var (Fortíð in er ekki sú sama og hún var áður) eftir Knut Kjeldstadli, bók sem mér sýnist að nú hafi verið gerð að aðallesefni í aðferðafræði sagnfræðinnar víða í Noregi . Enn merkilegri þykir mér þó setning sem ég rakst talsvert fyrr á í því góða riti Mad Magazine: „Past is dead, the present stinks, and even the future is not what it used to be“ (Fortíðin er dauð, það er óþefur af nútíðinni og jafnvel framtíðin er ekki það sem hún áður var) . Sú athugasemd finnst mér hæfa frekar greinasafni Bjarna Harðarsonar . Hvort sem hann fjallar um fortíðina í ljósi nútíðar skrifarans sem hamraði á lyklaborðið þá stundina eða framtíðina sem er brothætt er ofurlítill lífsháski á ferð – og enn verð ég að hafa fyrirvara Bjarna, þrátt fyrir að hann sé bjartsýnismaður . Bjarna er mikið niðri fyrir er hann varar við hættum þeim sem nálæg framtíð gæti borið í skauti sér, einkum yfirvofandi Evrópusambandsaðild . Mér finnast skrif hans um Evrópumál einn sterkasti hluti greinasafnsins . Skoðanir hans eru sterkar, rökin snörp og skrifin bera það með sér að vera að drjúgum hluta þannig fram sett að þau verði að standast harða og oft ómálefnalega hríð athugasemda sem koma hratt inn í athugasemdakerfi bloggs- ins . Þess sér víða stað í skrif unum hér að verið sé að heyja glímu í slíku ytra umhverfi . Ein mitt í þessum hluta bókarinnar nýtur blogg stíll Bjarna sín hvað best og fingra för bloggs ins, meðal annars vísanir í fyrri skrif, eru styrk ur en ekki veikleiki . Heimsósómabókmenntir eru ekki síður algengar en heims- ósómi í skrifum um stjórn mál, sam fé lagsmál og sagnfræði . Því nefni ég það að eitt helsta aðdráttarafl heims ósómabókmennta er kjarnyrt lýsing á sam tím anum, oft krydduð tungutaki sem ekki verður alltaf á vegi lesanda . Á köflum bregður þessu einkenni fyrir í greina skrifum Bjarna Harðarsonar og þar má til dæmis nefna þessa klausu úr greininni „Vofa kommúnismans!“ sem er vísan í Komm­ únistaávarp Karls Marx: Vofa þessi leikur stórt hlutverk í stjórn mála- umræðu á Íslandi eins og allsstaðar í Evrópu og það hættulegasta við hana er að sumir halda hana dauða eftir að kalda stríðinu lauk . Allsstaðar þar sem misvitrir alþýðuleiðtogar ala á sundrungu, hræðslu við framtíðina og óljósu réttlætishjali . Allsstaðar þar sem alið er á óttanum við hið skipulagslausa og villta hagkerfi kapítalismans . Allsstaðar þar er vofa kommúnismans á ferð . Draugi þessum fylgir myrkur, fáfræði, kúgun og eymd . Burtséð frá því hvort lesandi er sammála eða ósammála viðhorfum Bjarna þá er stíll hans yfirleitt skemmtilegur og ekki síst þegar hann leyfir sér tungutak á borð við það sem að ofan greinir . Í heild er greinasafn Bjarna Harðarsonar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.