Þjóðmál - 01.09.2009, Side 92

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 92
90 Þjóðmál HAUST 2009 fót væri að ræða . Reyndar er Krugman sér- kennilega viss um að ekkert stríð verði á næstunni . Krugman telur að í dag hafi ríki þrjá valkosti í peningamálum . 1 . „Að viðhalda sjálfstæðri peningastefnu og láta gengið sveiflast að vild .“ 2 . „Að festa verðgildi gengisins og reyna að sannfæra markaðinn um að það yrði aldrei fellt .“ 3 . „Að viðhalda breytilegu gengi, . . . að festa gengið en áskilja sér rétt til að breyta því . . . [en það er] einungis gerlegt með eftir- liti með fjár magnshreyfingum“ . (Bls . 93 .) Krugman skrifar: „Þjóðarhagfræðingar sem marka stefnuna óska sér þrenns fyrir hag kerfið . Þeir vilja ákvörðunarrétt til að geta barist gegn efnahagslægðum og slegið á verðbólgu . Þeir vilja stöðugt gengi til þess að fyrirtæki standi ekki frammi fyrir of mikilli óvissu . Og þeir vilja frelsi í alþjóðaviðskiptum – einkum til að leyfa fólki að skipta peningum eins og það vill – til að vera ekki einkageiranum fjötur um fót .“ (Bls . 94 .) Krugman segir ennfremur að sagan sýni að þjóðir geta ekki fengið allar þrjár ósk irnar uppfylltar, heldur í mesta lagi tvær . Í raun sýnir saga síðustu áratuga, svo ekki verði um villst, að þjóðir geta ekki bæði rekið sjálfstæða peningastefnu og haft frjálsa fjármagnsflutninga . Það eru því ekki þrír valkostir . Hinn fyrsti, „að hafa ákvörðunarrétt til að geta barist gegn efnahagslægðum og slegið á verðbólgu“ er ekki lengur í boði . Við endalok Bretton Woods, 15 . ágúst 1971, hvarf sá möguleiki en það virðist ekki enn orðið Krugman og raunar flestum hagfræðingum ljóst . Reyndar hafði Hayek í grein sinni um peninga frá 1937 farið lið fyrir lið í gegnum það hvað myndi gerast ef slíkt kerfi yrði reynt, og lýst því sem nú blasir við heimsbyggðinni . Peningakerfi landa yrði óstöðugt og myndi valda gríðarlegum sveiflum sem að lokum myndi gera útaf við myntir landanna, í stuttu máli sagt . Ástæðan fyrir því að fyrsti valkosturinn er ekki í boði eru frjálsir fjármagnsflutningar, eins og áður sagði . Nýklassíska hagfræðin, sú sem var samin á meðan Bretton Woods kerfið var við lýði frá 1944 til 1971, gerði ekki ráð fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki gætu valið sér hvaða mynt sem væri og fært peninga á milli myntsvæða, nánast milliliðalaust á broti úr sekúndu . Sú hagfræði gerði ekki ráð fyrir því að innan við tuttugasti hluti gjaldmiðlaviðskipta ætti sér uppruna í vöruviðskiptum en nær öll viðskipti með gjaldmiðla sneru að hreinum fjármagnsflutningum . Krugman rekur ekki sérstaklega kosti sjálfstæðrar peningastefnu en í hnotskurn er hún eftirfarandi samkvæmt nýklassískri hagfræði: 1 . Stuðlar að jafnvægi í utanríkisviðskipt- um með gengisfalli, ef viðskiptajöfnuður er of neikvæður, eða gengishækkun ef of mik- ill uppgangur 2 . Unnt er að bregðast við hagsveiflum inn an lands ins með því að prenta peninga ef á bjátar 3 . Hægt er að prenta peninga fyrir halla- rekstri ríkissjóðs, prenta peninga til að reyna að vera lánveitandi til þrautarvara . Með fylgir skattheimtan sem leiðir af verðbólgu og peninga prentun (eina skattheimtan sem ekki þarf samþykki löggjafans fyrir) . Allar þessar þrjár ástæður þýða að ef eitt- hvað breytist til hins verra hjá viðkom andi landi, þá mun gjaldmiðill viðkom andi lands falla í verði . Auðvitað munu því allir hagsýnir menn, bæði innan landsins og utan, fara fram á áhættuálag fyrir slíkan gjald miðil . Það áhættuálag verður alltaf hærra en sem nemur ábata ríkisins að halda úti gjaldmiðlinum, nema hann sé alþjóðlegt andlag viðskipta eins og evra og dollar . Í alþjóð legum viðskiptum er evra andlag í fjórðungi viðskipta og dollar í helmingi . Það gerir það að verkum að við skipta kostnaður þessara mynta er miklum mun lægri en

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.