Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 92

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 92
90 Þjóðmál HAUST 2009 fót væri að ræða . Reyndar er Krugman sér- kennilega viss um að ekkert stríð verði á næstunni . Krugman telur að í dag hafi ríki þrjá valkosti í peningamálum . 1 . „Að viðhalda sjálfstæðri peningastefnu og láta gengið sveiflast að vild .“ 2 . „Að festa verðgildi gengisins og reyna að sannfæra markaðinn um að það yrði aldrei fellt .“ 3 . „Að viðhalda breytilegu gengi, . . . að festa gengið en áskilja sér rétt til að breyta því . . . [en það er] einungis gerlegt með eftir- liti með fjár magnshreyfingum“ . (Bls . 93 .) Krugman skrifar: „Þjóðarhagfræðingar sem marka stefnuna óska sér þrenns fyrir hag kerfið . Þeir vilja ákvörðunarrétt til að geta barist gegn efnahagslægðum og slegið á verðbólgu . Þeir vilja stöðugt gengi til þess að fyrirtæki standi ekki frammi fyrir of mikilli óvissu . Og þeir vilja frelsi í alþjóðaviðskiptum – einkum til að leyfa fólki að skipta peningum eins og það vill – til að vera ekki einkageiranum fjötur um fót .“ (Bls . 94 .) Krugman segir ennfremur að sagan sýni að þjóðir geta ekki fengið allar þrjár ósk irnar uppfylltar, heldur í mesta lagi tvær . Í raun sýnir saga síðustu áratuga, svo ekki verði um villst, að þjóðir geta ekki bæði rekið sjálfstæða peningastefnu og haft frjálsa fjármagnsflutninga . Það eru því ekki þrír valkostir . Hinn fyrsti, „að hafa ákvörðunarrétt til að geta barist gegn efnahagslægðum og slegið á verðbólgu“ er ekki lengur í boði . Við endalok Bretton Woods, 15 . ágúst 1971, hvarf sá möguleiki en það virðist ekki enn orðið Krugman og raunar flestum hagfræðingum ljóst . Reyndar hafði Hayek í grein sinni um peninga frá 1937 farið lið fyrir lið í gegnum það hvað myndi gerast ef slíkt kerfi yrði reynt, og lýst því sem nú blasir við heimsbyggðinni . Peningakerfi landa yrði óstöðugt og myndi valda gríðarlegum sveiflum sem að lokum myndi gera útaf við myntir landanna, í stuttu máli sagt . Ástæðan fyrir því að fyrsti valkosturinn er ekki í boði eru frjálsir fjármagnsflutningar, eins og áður sagði . Nýklassíska hagfræðin, sú sem var samin á meðan Bretton Woods kerfið var við lýði frá 1944 til 1971, gerði ekki ráð fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki gætu valið sér hvaða mynt sem væri og fært peninga á milli myntsvæða, nánast milliliðalaust á broti úr sekúndu . Sú hagfræði gerði ekki ráð fyrir því að innan við tuttugasti hluti gjaldmiðlaviðskipta ætti sér uppruna í vöruviðskiptum en nær öll viðskipti með gjaldmiðla sneru að hreinum fjármagnsflutningum . Krugman rekur ekki sérstaklega kosti sjálfstæðrar peningastefnu en í hnotskurn er hún eftirfarandi samkvæmt nýklassískri hagfræði: 1 . Stuðlar að jafnvægi í utanríkisviðskipt- um með gengisfalli, ef viðskiptajöfnuður er of neikvæður, eða gengishækkun ef of mik- ill uppgangur 2 . Unnt er að bregðast við hagsveiflum inn an lands ins með því að prenta peninga ef á bjátar 3 . Hægt er að prenta peninga fyrir halla- rekstri ríkissjóðs, prenta peninga til að reyna að vera lánveitandi til þrautarvara . Með fylgir skattheimtan sem leiðir af verðbólgu og peninga prentun (eina skattheimtan sem ekki þarf samþykki löggjafans fyrir) . Allar þessar þrjár ástæður þýða að ef eitt- hvað breytist til hins verra hjá viðkom andi landi, þá mun gjaldmiðill viðkom andi lands falla í verði . Auðvitað munu því allir hagsýnir menn, bæði innan landsins og utan, fara fram á áhættuálag fyrir slíkan gjald miðil . Það áhættuálag verður alltaf hærra en sem nemur ábata ríkisins að halda úti gjaldmiðlinum, nema hann sé alþjóðlegt andlag viðskipta eins og evra og dollar . Í alþjóð legum viðskiptum er evra andlag í fjórðungi viðskipta og dollar í helmingi . Það gerir það að verkum að við skipta kostnaður þessara mynta er miklum mun lægri en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.