Þjóðmál - 01.09.2009, Side 94

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 94
92 Þjóðmál HAUST 2009 sig alþjóð lega í eigin mynt væri nauð synlegt skil yrði sjálfstæðrar peningastefnu . Krugman víkur að Hong Kong-mynt- ráðinu . Hong Kong hefur afsalað sér sjálf- stæðri peningastefnu og jafngildir Hong Kong dollar 7,5 bandaríkjadollurum . Krugman lýsir Hong Kong-myntráðinu sem einstöku, og nánast úreltri hugmynd, en rekur síðan „spákaupmennskuáras“, eins og hann kallar það, á myntina og lætur þess þá að engu getið hvers vegna myntin stóð þá árás af sér . Sú saga sýnir einmitt að sjálfstæð peningastefna og frjálst fjármagnsflæði á að vera aðskilið . Í gagnrýni sinni á Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn (AGS) og kröfur hans aðhald í ríkis- rekstri horfir Krugman algerlega fram hjá því að ríki í gjaldeyriskreppu, útaf skorti á trúverðugleika, geta ekki fjár magnað hallarekstur á fjárlögum nema þá með því að hækka vexti gríðarlega . Rogoff, prófessor við Harvard og seinna aðal hag- fræðingur AGS, svaraði þessari gagnrýni rækilega þegar Stiglitz, fyrirrennari hans sem aðalhagfræðingur AGS, bar hana fyrst upp . Krugman horfir fram hjá því að útflutningsdrifinn hagvöxtur er eini raun- verulegi hagvöxturinn, en lánsfjár drifinn ríkishagvöxtur eykur aðeins vandan . Með auknum ríkisafskiptum ryður ríkið einka- aðilum útaf markaðnum, því enginn getur keppt við ríkið í lánsfjárkostnaði og allir nema ríkið borga skatta . Krugman dylgjar um vogunarsjóði og vill kenna þeim um að hagfræði hans gengur ekki upp . Krugman virðist ekki átta sig á því að í nútíma hagkerfi eru allir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir með rafrænan aðgang að alþjóðlegum bankaviðskiptum (þ .e . fyrir utan nokkur haftalönd eins Kúbu og Ísland) og bregðist því sjálfir við öllum breyting um, og því þarf enga vogunarsjóði til . Krugman fjallar ekkert um stöðu þjóðarsjóða (sovereign wealth funds) sem eru mörgum sinnum stærri en vogunarsjóðir og í örum vexti, öfugt við vogunarsjóðina sem hafa tapað gríðar lega . Krugman heldur því fram að Soros hafi reynt að fella Hong Kong dollarann, og svo segir hann um rússnesku rúbluna 1998 að Soros hafi óskað eftir fellingu hennar, og gefur í skyn að hann hafi verið að reyna að endurtaka þar leikinn með breska pundið 1992 . Soros hefur hins vegar sjálfur lýst því hvernig hann tapaði yfir 1 milljarði dollara á fjárfestingum sínum í Rússlandi við fall myntarinnar, og það kemur fram í bókhaldi sjóðs hans . Á blaðsíðu 68 fjallar Krugman um bat- ann í Japan 2002, sem kom seint og um síðir eftir aukningu ríkisútgjalda og lækkun vaxta, sem er einmitt uppskriftin sem gengur i ber högg við AGS og Krugman styður . Batann í Japan skrifar hana á aukinn útflutning til Kína! Útflutningur til Kína jókst hins vegar stöðugt frá árinu 1990, þannig að vandséð er að sú skýring haldi . Krugman horfir algerlega fram hjá því að efnahagur Seðlabanka Japan fór úr um 8% af landsframleiðslu í 40% árið 1990 og það var þessi aukning peningamagns sem kveikti á hagkerfinu . Þetta er það sem menn vilja núna reyna og kallast „quantatative easing“ í heimi hagfræðinnar . Á blaðsíðu 154 vitnar Krugman í Bernanke og hvernig hann hafi lagt til „að breyta samsetningu efnahags- reiknings seðlabankans“ en útskýrir það ekki sem aukningu peningamagns í um- ferð . Það sem um er að ræða er munur á peningamagnssinnum og Keynesistum sem ekki vilja trúa öðru en að verðbólgumark- mið og vextir ráði ferðinni . Peningamagns- sinnar halda öðru fram, þeir segja einfaldlega að lágir vextir skipti ekki miklu máli ef eignaverð lækkar stöðugt, heldur hvað menn geta keypt fyrir peningana . Vextir séu því ekki raunverulegt „verð“ peninga heldur hvað fæst fyrir þá . Þannig skiptir litlu máli að stýrivextir séu 10% þegar eignaverð hækkar um 30% á ári, slíkir vextir slá ekkert á þenslu . Og eins og reynsla Japana sýnir

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.