Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 16

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 16
16 17 ræstingarstörfin með örfáum undantekningum og fá oftast málamynda greiðslu fyrir en þær sinna oftar en ekki kirkjuvörslu einnig og jafnvel meðhjálparastarfi líka“. Segja má að niðurstöður gefi til kynna nokkuð góða mynd af jafnrétti innan kirkjunnar miðað við það sem almennt gerist, þó má ekki sofna á verðinum. Markmið jafnréttisstefnunnar er „að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum kynjanna til starfa, áhrifa og þjónustu“. Lífsins Guð, leiddu okkur til réttlætis og friðar. Ég hef orðið vör við sársauka í kirkju okkar. Mörgum finnst þau ekki fá áheyrn, eru óörugg með stöðu sína eða finnst á þeim brotið. Það er nauðsynlegt að hlúa að kirkjunnar fólki, sem hefur það hlutverk að hlú að öðrum. T.d. hafa heyrst raddir um að embættisskipti færu ekki fram á réttlátan hátt og kallað hefur verið eftir reglum um þau. Ákveðið hefur verið að setja á blað reglur, en binda þær ekki í starfsreglur. Reglurnar felast í því að hafi prestur áhuga á því að skipta tímabundið um starfsvettvang geri hann biskupi óskir sínar kunnar skriflega, þannig að öll embættisskipti fari í gegnum biskupsembættið en ekki í gegnum persónuleg samskipti. Reglurnar verða kynntar nánar síðar á þessu ári. Sóknarnefndarfólk hefur þurft að glíma við fjárhagsvanda og eru margir orðnir þreyttir og vonsviknir enda virðist vandinn engan endi ætla að taka. Hlutverk kirkjuþings er að setja kirkjustarfinu umgjörð sem styður það starf og þá þjónustusem kirkjan sinnir. Það er að sönnu vandasamt einkum þegar fjármagn er af skornum skammti. Það fylgir því líka viss vandi að vera fámenn þjóð í stóru landi. Þjóðkirkjan hefur skuldbundið sig til að hafa þjónustu í nærsamfélaginu um allt land. Kirkjuþing 2013 fær það verkefni að skoða tillögur um skipan þjónustunnar um land allt, ekki í fyrsta skipti, enda eru skipulagsmál sístætt verkefni. Í landi okkar ríkir spenna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Það á einnig við í kirkjunni. Sú spenna er tengd þjónustuþörfinni og þjónustubyrðinni. Ef til vill þurfum við að sætta okkur við það að við getum ekki látið það sama yfir allt landið ganga. Í reglum verður að taka tillit til aðstæðna. Skilningur og sanngirni þurfa að vera í fyrirrúmi, sem og viljinn til að kynna sér raunverulegar aðstæður og vanda. Sem kirkja erum við hluti af líkama Krists. Ef einn hluti þjáist, þjáist allur líkaminn. Ekki má gleyma samkenndinni. Kirkjan er fólk á ferð. Hún er ekki stöðnuð stofnun heldur lifandi samfélag þeirra er trúa á Jesú Krist. Kirkjan gengur inn í heiminn og biður þess að kraftur Guðs, megi hafa áhrif, lækna, græða, gera heilt. Framgöngum í anda hans, sem er fyrirmynd okkar og frelsari. Við þörfnumst Guðs og við þörfnumst hvers annars. Við þjónum Guði og hvert örðu. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim er undirbúið hafa kirkjuþingið, starfsfólki Biskupsstofu, forsætisnefnd og þingfulltrúum. Einnig þeim er flytja okkur ljúfa tóna hér í dag. Einnig þakka ég sóknarpresti og sóknarnefnd Grensáskirkju fyrir afnotin af kirkju og safnaðarheimili. Lífsins Guð, leiddu okkur til réttlætis og friðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.