Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 33
33
fyrir aðra sem starfa á þessum vettvangi. Það er aðeins tímaspursmál hvenær þetta mál
kemst í fjölmiðla og hefur kirkjan ekki efni á því að fá fleiri neikvæð mál á sig sem tengjast
þessum efnum. Kirkjan hefur nú þegar neikvætt orðspor gangvart lagabrotum, sem hefur
leitt til úrskráninga úr þjóðkirkjunni. Ef svona mál kæmi upp væri líklegt að foreldrar
myndu líta öðruvísi á starf kirkjunnar og líklegt væri að aðsókn í æskulýðsstörf myndi
minnka verulega og þá er hætta á því að það geti lagst niður. Samkvæmt íslenskum rétti er
óheimilt að fá upplýsingar frá einstaklingi undir 18 ára aldri um að skoða sakaskrá nema
með leyfi foreldra, það er gert hjá KFUM&K og kirkjuþing unga fólksins krefst þess einnig
að þetta verði gert fyrir ungleiðtoga sem starfa á vettvangi þjóðkirkjunnar. Það sem viljum
einnig vekja athygli á er að margir sem hafa unnið í kirkjunni hafa minnstu hugmynd um
að þetta sé eitthvað sem þarf að gera til þess að starfa með börnum og unglingum. Krefjumst
við að það yrði sett inn í ábyrgð t.d. Formanns ÆSKÞ, eða starfmanni á biskupstofu, að
fylgja því eftir að þetta verði gert og enn fremur að þetta sé endurnýjað á tveggja ára fresti.
Börnin eiga að njóta vafans.
Framangreindar samþykktir eru til umfjöllunar hjá kirkjustarfshópi kirkjuráðs.
4. mál. Ályktun gegn áframhaldandi niðurskurði á sóknargjöldum kirkjunnar
Kirkjuþing unga fólksins skorar á stjórnvöld að leiðrétta þann niðurskurð sem átt hefur sér
stað á sóknargjöldum til kirkjunnar þar sem grunnstoðir í starfsemi safnaða þjóðkirkjunnar
séu að hruni komnar vegna fjárhagsvanda. Sem dæmi bendir kirkjuþing unga fólksins á að
fjöldi æskulýðsfulltrúa innan kirkjunnar hefur fækkað verulega og á höfuðborgarsvæðinu
einu hefur þeim fækkað úr 10 fagmenntuðum aðilum í fullu starfi og 3 í hluta starfi árið
2006 í 1 í fullu starfi og 5 í hlutastarfi árið 2012. Er þetta gífurlega slæm þróun þegar kemur
að faglega menntuðum einstaklingum í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Kirkjuþing unga fólksins
skorar á kirkjuna að berjast gegn frekari niðurskurði og leita allra leiða til að leiðrétta þann
niðurskurð sem hefur átt sér stað frá árinu 2009. Kirkjuþing unga fólksins skorar á að
kirkjan tryggi að niðurskurður á sóknargjöldum bitni ekki á æskulýðsstarfi kirkjunnar enda
um að ræða eitt mikilvægasta starf kirkjunnar. Æskulýðsstarf kirkjunnar hefur fyrir löngu
síðan sannað forvarnar og uppeldisgildi sitt. Þar sem æskulýðsstarf hefur blómstrar hefur
áfengis og vímunefnaneysla ungmenna dregist umtalsvert saman. Mikilvægt er að kirkjan
haldi áfram að bjóða upp á ókeypis æskulýðsstarf enda fá önnur slík æskulýðsstörf í boði.
Vísað er til umfjöllunar Kirkjuþings 2012 um málið.
5. mál. Ályktun um innflytjendamál
Við viljum að það verði gerð könnun til þess að sjá hvar er verið að koma til móts við
innflytjendur. Hvernig er þetta auglýst – þarf að bæta það? Það þarf markvissari auglýsingu
einhverskonar öðruvísi auglýsingar.
Láta orðið berast, til dæmis að biðja alla um að taka einn vin með sér. Eineltisdagur,
hví er ekki fordómadagur líka. Gera svipað verkefni, Toshiki tekur þátt í baráttu gegn
kynþáttafordómum en við þurfum fleiri. Meira út á landsbyggðina. Gott væri ef
Æskulýðsfélög tækju sig saman um að vinna markvíst gegn fordómum um leið og þau
opna greiðari leið fyrir innflytjendur í kirkjuna. Þetta væri hægt með því að hvetja kirkjur
til að taka meiri þátt í dag gegn fordómum. Tala við Samráðsnefnd kristna trúfélaga. –