Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 35
35
3. gr. hljóði svo:
Biskupsstofa annast undirbúning kirkjuþings unga fólksins í samvinnu við stjórn ÆSKÞ
sem kýs verkefnisstjóra til að annast framkvæmd þingsins.
4. gr hljóði svo:
Fulltrúarnir skulu vera á fjórtánda ári og allt upp í 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna. Prófastar
beri ábyrgð á tilnefningum og vali fulltrúa á kirkjuþing í samvinnu við sóknarpresta, presta,
djákna. æskulýðsfulltrúa og aðra sem bera ábyrgð á kirkjustarfi í hverju prófastdæmi. Hafa
allir fyrrnefndir aðilar rétt til að tilnefna fulltrúa á kirkjuþing og því ber að senda öllum
þessum bréf frá biskupi þegar boðað er til Kirkjuþings unga fólksins til að allir aðilar séu
upplýstir um stöðuna. Það er í höndum prófasts að velja úr tilnefndum ungmennum og
tilkynna valda fulltrúa til verkefnastjóra KUF. Komi ekki tilnefningar úr héraði a.m.k sex
vikum fyrir þingdag frá próföstum skal vísa því til verkefnisstjóra kirkjuþings að tilnefna
ungmenni úr héraði. Skulu fulltrúar KUF vera valdir til tveggja ára. Geti fulltrúi ekki
komist á kirkjuþing af einhverjum orsökum verður nýr fulltrúi valinn í hans stað sem situr
þá til tveggja ára. Boða skal til kirkjuþings í síðasta lagi tveimur mánuðum fyrir upphaf
kirkjuþingsins. Verkefnisstjóra KUF ber að tilkynna völdum þingfulltrúum um rétt sinn
til setu á kirkjuþingi unga fólksins 4 vikum fyrir þingdag.
7. gr. hljóði svo:
Fulltrúum ber að skila inn þingmálum til verkefnisstjóra KUF og Biskupsstofu a.m.k. 10
dögum fyrir þingdag. Þessum aðilum ber að koma málum fullunnum til þingmanna í
síðasta lagi fimm dögum fyrir þingdag.
10. gr hljóði svo:
Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr laga um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi 1. janúar 2014.“
Málið er til umfjöllunar á kirkjuþingi 2013.
„2. mál. Ályktun um kjör ungmenna til setu á hinu almenna kirkjuþingi.
Ungmenni hafa sterk orð innan kirkjunnar, einkum með hinum ýmsu ungmennaráðum
sem hefur verið komið á fót. Kirkjuþing unga fólksins vill sjá að þjóðkirkjan taki
ungmennalýðræði innan kirkjunnar á annað stig og gefi ungmennum möguleika á að
sitja á kirkjuþingi, með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt. Það er ósk okkar að kirkjan
skoði að breyta þessu og leggi málið fyrir hið almenna kirkjuþing haustið 2013 og breyti
starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 301/2013 til samræmis við tillögu þessa.
Kirkjuþing unga fólksins skal í lok þingsins kjósa þrjá fulltrúa á kirkjuþing með málfrelsi
tillögurétt og atkvæðisrétt og tvo til vara.“
Kirkjuráð telur að ekki skuli fjölga fulltrúum á kirkjuþingi.
„3. mál. Ályktun um réttindi ungleiðtoga.
Kirkjuþing unga fólksins 2013 fer fram á að leiðtogar þjóðkirkjunnar fái trúnaðarmann/
menn.“
Málið er í vinnslu á Biskupsstofu.