Orð og tunga - 01.06.1988, Side 66
54
Orð og tunga
Fyrir allmörgum árum eignaðist Orðabók Háskólans ljósmyndir af handriti
Jóns frá Grunnavík. Dr. Jakob Benediktsson, fyrrverandi forstöðumaður Orða-
bókarinnar, vann það þrekvirki að fara yfir allt handritið og skrá orð og orðskýr-
ingar á seðla. Því verki lauk hann skömmu áður en hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir. (Sjá sýnishorn á mynd 2.)
Seðlar úr handriti Jóns eru alls um 48.000 en að auki skráði Jakob niður
kvæði, vísur, gátur, leiki, tilvísanir í þjóðtrú og tilvitnanir í nafngreinda menn
og er það safii geymt sér í kassa. Má því ætla að seðlar úr handriti Jóns séu yfir
50.000.
Segja má að efni orðabókarinnar sé nú orðið aðgengilegt að því marki sem
stuðst er við stafrófsröð orðanna og reyndist Jón Helgason hafa rétt fyrir sér í
því að orðabók Jóns Ólafssonar hefur oft að geyma elsta eða jafnvel eina dæmi
Orðabókar Háskólans um einstök orð.
3 Seðlar úr orðabókarhandritum
Annað merkt safh í fórum Orðabókarinnar eru seðlar sem fyrstu starfsmenn
hennar, Árni Kristjánsson síðar menntaskólakennari og Ásgeir Blöndal Magnús-
son skrifuðu upp úr orðabókahandritum í Landsbókasafni. Má ætla að safn þetta,
sem í daglegu tali gengur undir nafninu „gulu seðlarnir“ vegna litar á pappírnum,
sé nálægt 36.000 seðlar.
Alls var skrifað upp úr 48 handritum smáum og stórum. Ekki eru þau öll
jafn merkileg að efni, oft aðeins fáein blöð og ekki eru tök á að gera þeim öllum
skil hér. Eg mun aðeins nefna fáein þeirra sérstaklega, sum vegna stærðar og
notagildis, önnur vegna mállýskuorða sem í þeim eru.
Lbs. 99 fol. er með stærri orðabókarhandritum sem skrifað hefur verið upp
úr og varðveitt eru í Landsbókasafni. Það er 240 blaðsíður og skrifað á árunum
1780-1790. Það er þó aðeins upphaf orðabókar eftir Hannes biskup Finnsson og
nær yfir stafina a-d. Orðaforðinn er bæði úr fornmáli og yngra máli og nokkuð
úr talmáli.
Lbs. 224 4to er skrifað um 1740 og er að mestu með hendi Jóns biskups
Árnasonar. Nær það yfir allt stafrófið, nema h-j, og er 1196 blaðsíður. Orða-
forðinn er að mestu algeng orð.
Lbs. 220 8vo er íslensk orðabók með latneskum og dönskum skýringum, um
570 blaðsíður. Handritinu fylgja laus blöð og seðlar með hendi Hallgríms Schev-
ings kennara við Bessastaðaskóla. I handritinu er höfundar hvergi getið en Hall-
grímur hefur greinilega átt það því að auk seðlanna hefur hann skrifað allmargar
athugasemdir í handritið sjálft. Vitað er að Hallgrímur byrjaði að safna til orða-
bókar skömmu eftir að bók Björns Halldórssonar kom út og átti hún að vera
einhvers konar viðbætir við liana. I Lbs. 220 8vo er víða til þeirrar bókar vitn-
að og bætt við nýjum merkingum sem vantar hjá Birni. Það er því talið að
handritið sé hreinrit eftir seðlum Hallgríms, ef til vill gert að áeggjan Rasmusar
Kristjáns Rasks skömmu fyrir 1832 (Jakob Benediktsson 1969:98-100; Finnbogi
Guðmundsson 1968:104). Talsvert er um orð úr mæltu máli í handritinu og gerir
höfundur sér far um að greina orðin eftir landshlutum.