Orð og tunga - 01.06.1988, Side 102

Orð og tunga - 01.06.1988, Side 102
90 Orð og tunga 6.3 Frumtextinn — þýðingartextinn 6.3.1 Formlegt frjálsræði Fræðimenn og aðrir sem fjalla um þýðingar koma alltaf fyrr eða síðar að því sem á íslensku hefur verið kallað jafngildi í þýðingum.7 Þetta er sú viðleitni þýðandans að koma boðum frumtextans sem best til skila á öðru tungumáli. Það er auðvitað markmiðið með þýðingum yfirleitt. En um leiðina að þessu markmiði, sjálfa aðferðina eða viðhorfið, eru ekki allir sammála. A að keppa að sem mestum trúnaði við frumtextann eða aðlaga þýðinguna sem best að hefðum og viðmiðunum í viðtökumálinu? (Ástráður Eysteinsson 1984:25.) Fyrr á öldum, þegar frumtextinn sem verið var að þýða var álitinn heilagur eða því sem næst, var það engin spurning að reynt skyldi að fylgja frumtextanum út í ystu æsar. Þetta átti við um biblíuþýðingar og þýðingar úr klassísku mál- unum yGr á þjóðtungurnar og er ekki óeðlilegt þegar hugsað er til þess að lærðir menn álitu þjóðtungurnar óæðri klassísku málunum. Þegar þessari stefnu var fylgt urðu til þýðingar sem þröngvuðu viðtökumálinu í málfræðibúning frum- textans; málfræðileg fyrirbæri voru búin til til að ná jafngildi milli frum- og viðtökutexta. Ur þessu varð svo oftar en ekki afskaplega vond þýðing.8 Það markmið að koma bæði formi og inntaki til skila er kallað formlegt jafn- gildi (sjá Ástráð Eysteinsson 1984:25). Á síðari öldum, einkum síðari áratugum, hafa menn aðhyllst í æ ríkari mæli það sem kallað er áhrifajafngildi] að reynt sé að koma boðskap frumtextans til skila þannig að hann falli sem best að málsam- félagi og menningu lesandans, jafnvel svo vel að lesandinn geti ekki greint að um þýðingu úr erlendu máh sé að ræða, heldur frumsamið verk. Þessi umræða hefur fyrst og fremst beinst að bókmenntaverkum vegna þess að þar eru spurningarnar um trúnað við frumtexta og þar með stíl höfundar og aðlögun að málinu sem þýtt er á alvarlegri og áleitnari en í nytjatextum. Virðist meðalvegurinn þar farsælastur og þýðendum hollt að halda sig við hið formlega jafngildi eins lengi og kostur er.9 Þegar eingöngu er hirt um að koma boðunum til skila, án þess að huga að formlegu jafngildi, hlýtur sú hætta alltaf að koma upp að þýðandinn rangtúlki textann, í versta falli semji nýtt verk. Þýðendur nytjatexta þurfa yGrleitt ekki að hafa miklar áhyggjur af formlegu jafngildi. Þar gildir sú krafa að boðin komist til skila. Ef þeim sem les leiðbein- ingar á íslensku tekst jafn vel til við verk sitt og enskum lesanda, og ef hann er sáttur við málfar og frágang textans, þá er tilganginum náð. Það skiptir t.d. litlu máli hvort leiðbeiningar í mörgum liðum eru settar fram í 2. pers. flt. eða notað er nafnháttarsamband: ‘Þannig er leitað að einum staf:’ 1. ‘Styðjið á F4 (Leita/staf).’ 2. ‘Ritið staflnn sem leita á að.’ 7Þetta orð er tekið eftir Ástráði Eysteinssyni (1984) sem þýðing á enska hugtakinu equivalance. 8Bassnett-McGuire (1980:39-75) gefur gott yfirlit yfir þróun hugmynda um þýðingar og þýðingafraeði. Sjá einnig Pedersen (1987). ®Það viðhorf aðhyllist Ástráður Eysteinsson (1984 og 1986) og styður það góðum rökum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.