Orð og tunga - 01.06.1988, Side 121

Orð og tunga - 01.06.1988, Side 121
Jón Aðalsteinn Jónsson: Alexander Jóhannesson og Orðabók Háskólans 109 4 Ritstörf; fræði- og kennslustörf Eftir Alexander liggja mörg rit, og skal hér stuttlega greint frá þeim. Eins og fram hefur komið, sinnti Alexander naer einvörðungu bókmenntum fyrstu árin eftir heimkomu sína frá Þýskalandi. Fyrsta bók hans um málvís- indaleg efni var Frumnorrœn málfræði, sem kom út árið 1920. Vax þetta fyrsta samfellda málfræðilýsing á frumnorrænu og höfundi hennar því nokkur vandi á höndum. Hér nýttist honum hins vegar sú menntun, sem hann hafði hlotið við Hafnarháskóla í samanburðarmálfræði. Þessi bók vakti mikla athygli erlendis og var þýdd á þýsku. Mun hún almennt hafa hlotið góða dóma hjá fræðimönnum. Næsta málfræðirit Alexanders var íslenzk tunga í fornöld, sem út kom 1924. Hugsaði höfundur sér, að þessi bók væri framhald af Frumnorrænni málfræði frá 1920. Aðalfyrirmynd Alexanders var rit sænska málfræðingsins Adolfs Noreens, Altislándische und altnorwegische Grammatik, frá árinu 1903. Aftur á móti skipaði Alexander efni sínu niður með allt öðrum hætti og inngangur Eið bók hans var rækilegri en hjá Noreen. Halldór Halldórsson (1969) bendir á, að geysimikil vinna liggi að baki þessarar bókar, enda hafi höfundur kynnt sér mjög rækilega allt eða flest það, sem ritað hafði verið áður um þetta efni. Hins vegar sé hún nokkuð flausturslega samin og höfundur ekki alltaf samkvæmur sjálfum sér í kenningum sínum. Allt um það var þetta merkisrit á sínum tíma og lengi notað sem kennslubók við málfræðikennslu við Háskóla Islands. Árið 1926 gaf Alexander út bók, sem nefndist Hugur og tunga. Hann hugsaði sér hana sem alþýðlegt rit um íslenska tungu, enda er hún skemmtileg aflestrar. Af öðrum ritum Alexanders, sem hann mun einkum hafa ætlaö til kennslu við Háskólann, má hér nefna Die Suffixe im Islándischen. Kom þetta rit sem fylgirit með Árbók Háskóla íslands 1927. Eins og nafnið bendir til, fjallar þetta rit um viðskeyti í íslensku, bæði úr fornu máli og nýju, og er enn hið þarfasta. Hlaut það góða dóma, þegar það kom út, og þá ekki síst meðal erlendra málfræðinga. Árið eftir sendi Alexander svo frá sér annað rit, sem var og er enn hið gagnlegasta, Die Komposita im Islándischen. Hér er fjallað um samsetningu orða í fornu máli og nýju. Bæði þessi rit hafa vafalaust orðið til við kennslu Alexanders í málfræði við Háskólann. Hið sama má trúlega segja um þriðja rit hans frá þessum tíma, Die Mediageminata im Islándischen, sem fylgdi Árbók Háskóla Islands 1929- 1930. Hér fjallar höfundur um orð með löngum (tvöföldum) linum lokhljóðum í íslensku. Þessi bók hlaut allharða gagnrýni í ritdómum erlendis. Um eða eftir 1930 hóf Alexander samningu íslenskrar orðsifjabókar, og má segja, að þá verði þáttaskil í málfræðistörfum hans. Vafalaust hefur hið mikla verk Vergleichendes Wörterbuch der indogermanischen Sprachen í þremur bind- um eftir Walde-Pokorny, sem út kom á þessum árum, haft áhrif á Alexander til þess að hefja þetta mikla verk sitt um orðsifjar íslenskrar tungu. Raunar hefur hann sjálfur sagt í grein í Skírni (1964:159), að starfsbræður hans í Ameríku, sem liann hitti alþingishátíðarárið 1930, hafi skorað á hann að semja slíka bók. Þetta verk var lengi í smíðum og kom út í heftum og hið síðasta 1956. Ástæðan fyrir því, hversu lengi Alexander var að ljúka þessu mikla verki sínu, var aðallega sú, að það var lengstum unnið í hjáverkum með kennslu og stjórnunarstörfum við Háskólann. Sjálfum var honum það fyllilega ljóst, að þetta verk gat engan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.