Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 128
116
Orð og tunga
Ef hér er rétt hermt, og engin ástæða er til að efast um það, hefur Björn frá
Viðfirði ætlast til, að orðabókin tæki við af fornmálsorðabókum þeim, sem þegax
voru til. Og það var einmitt það, sem Alexander Jóhannesson vildi og benti á
með skynsamlegum rökum. Finnur tók líka undir þetta í grein sinni í Lögréttu og
áleit „það fullan óþarfa fyrir Islendinga, að fara að vinna verk þeirra upp aftur“.
Þá bendir Finnur á, að það tæki allt of langan tíma og kostaði of mikið fé frá
því, „sem er miklu nauðsynlegra, nefnilega því, að fá áframhaldið, orðabók yfir
málið frá 15. öld og niður á við. Það er þetta, sem mikilvægt eða nauðsynlegt er
að fá — og það sem fyrst“. Segir Finnur, að þetta hafi verið hugsun og markmið
dr. Björns og hann hafi haft réttan skilning á öllu þessu máli. Bendir hann á,
að enga skiptingu þurfi í „miðíslensku eða nýíslensku“, enda eigi að vera unnt
að sjá af tilvitnunum í orðabókinni, hvenær orðin komi fyrir.
Finnur Jónsson telur uppástungu Alexanders Jóhannessonar um að skipta
íslenskri tungu í þrjú tímabil „keiprétta“, þrátt fyrir það að sr. Jóhannes telur
hana „afleita“. Finnur segist geta verið samdóma sr. Jóhannesi, að setja megi
,,‘miðíslensku’ og ‘nýíslensku’ saman í eina bók, af því að orðaforðinn er þó að
miklu eða mestu leyti sá hinn Scimi“.
Finnur Jónsson nefnir í grein sinni margt fleira en hér verður sagt frá, sem
honum fannst athugavert við málflutning sr. Jóhannesar.
Sr. Jóhannes svaraði Finni í Lögréttu 30. apríl. Þar kom m.a. fram, að hann
dró mjög í efa þá fullyrðingu Finns, að dr. Björn frá Viðfirði hafi ætlast til „að
orðabókin ætti ekki að verða annað en áframhald af bókum þeirra Guðbrands
og Fritzners, og byrja því fyrst að eiga við málið um ár 1400“. Hann áleit þetta
„fjærri öllum sanni og viti, enda var svona vitleysa auðvitað langt frá Birni
heitnum“, eins og sr. Jóhannes kemst að orði.
Finnur svaraði enn í Lögréttu 16. júlí og sr. Jóhannes svo aftur í sama riti
6. ágúst 1919. Þar minnist sr. Jóhannes á eitt atriði, sem hafði ekki áður komið
fram — nema þá óbeint, en er að mínum dómi veigamikið í allri þessari umræðu,
sem sé, „að allmörg orð finnast í skjölum frá 14. og 15. öld, sem hvárki Guð-
brandur nje Fritzner hafa í sínum bókum“. Sum þessara orða hlytu „að verða
alveg útundan, með þessari óaðgengilegu aðferð, er dr. Finnur vill hafa fram“.
Loks segir hann þetta orðrétt: „Nái nú orðabókin yfir alt máhð, að fornu og nýju,
þá er á einum stað að fræðslunni að ganga í þeim efnum, hvort sem lesandinn
er t.d. með íslendingasögur eða Þjóðsögurnar, Lilju eða Passíusálmana.“
Vissulega má margt segja um skoðanaskipti þessara mætu manna í fjöl-
miðlum þeirra tíma fyrir 70 árum. Að sjálfsögðu gekk þeim öllum hið besta
til, og viðgangur íslenskrar tungu og sögulegt yfirlit yfir hana í orðabók var þeim
sameiginlegt áhugamál. Þá greindi einungis á um leiðir að settu marki. Sr. Jó-
hannes L. L. Jóhannsson vildi halda verki dr. Björns frá Viðfirði áfram og þá
á þann hátt, að orðabókin veitti sem gleggsta yfirsýn yfir íslenskan orðaforða
frá upphafi og þann fróðleik mætti sækja í einn stað, en ekki í dreifðar orða-
bækur. Þeir Alexander og Finnur voru hins vegar sömu skoðunar um það, að
brýnni nauðsyn bæri til að miða upphaf orðabókarinnar við siðaskiptin, þegar
prentöld hófst á íslandi, þar sem við ættum fyrir tvær fornmálsorðabækur. Við
það sparaðist um leið stórfé.
Alexander Jóhannesson blandaði sér ekki í ritdeilu prófessorsins og prestsins,