Orð og tunga - 01.06.1988, Side 133

Orð og tunga - 01.06.1988, Side 133
Jón Aðalsteinn Jónsson: Alexander Jóhannesson og Orðabók Eáskólans 121 höfn. Eftir var aðeins að ráða hæfan mann til þess að veita orðabókarverkinu for- stöðu og eins aðra starfsmenn. Hlaut þetta að verða fyrsta verkefni hinnar nýju nefndar. Lagði nefndin tillögu í þessum efnum fyrir fund háskólaráðs 16. maí 1947 með bréfi dagsettu 10. s.m. Samkv. því lagði nefndin til, að Jakob Bene- diktsson cand. mag. yrði ráðinn „forstöðumaður orðabókarstarfsins með dós- entslaunum“. Er tekið fram, að hann hafi tjáð sig reiðubúinn til að taka við þessu starfi næsta haust. Jafnframt var lagt til, að til aðstoðar yrðu ráðnir Árni Kristjánsson cand. mag., en hann var þegar starfandi við orðabókina, svo sem fram hefur komið hér framar, og Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. Er í bréfinu farið fram á, að Ásgeir Blöndal verði ráðinn til starfsins frá 15. maí 1947. Ljóst er af því, sem nú hefur verið rakið, að Orðabók Háskólans verður til sem háskólastofnun vorið 1947, þegar sérfræðingar eru ráðnir til starfa við hana. Engum getum þarf að því að leiða, að Alexander Jóhannesson hefur ekki síður en aðrir þeir, sem börðust fyrir orðabókarmálinu, fagnað þessum úrslitum. Var það mjög að vonum, því að hér voru að rætast meginhugmyndir þær, sem hann hafði sett fram tæpum þrjátíu árum áður um sögulega og vísindalega orðabók, sem skyldi ná yfir íslenska tungu frá 1540 og fram til okkar tíma. Ekki tel ég ástæðu til að rekja þessa sögu öllu lengra. Alexander var formaður orðabókar- nefndar allt þar til hann lést 7. júní 1965. Alexander Jóhannesson lét sér mjög annt um orðabókarstarfið og fylgdist náið með framvindu þess allt til síns endadægurs. Um það get ég sjálfur borið frá þeim tíma, er ég hóf störf við Orðabók Háskólans sumarið 1955. Leit formaðurinn oft inn og ræddi við forstöðumann og sérfræðinga um málefni Orðabókarinnar. E.t.v. liefur jafnstórhuga maður og Alexander var tæplega gert sér næga grein fyrir, hversu orðabókarverkið yrði tímafrekt starf og seinunnið, ekki síst þar sem einungis þrír menn voru starfandi við það á þessum árum og unnu mestallt sjálfir: orðtóku rit, skrifuðu orð og tilvitnanir á seðla og röðuðu þeim svo í stafrófsröð. Mér er það a.m.k. minnisstætt frá þessum árum, að formaður orðabókarnefndar sagði, að það yrði byrjað að „redígera“, eins og hann orðaði það, eftir tíu ár. Hann sagði þetta á hverju ári og þannig, að ég held hann hafi sjálfur í raun trúað því, að svo yrði. En honum varð ekki að ósk sinni, enda hófst könnun á seðlasafni Orðabókarinnar með hliðsjón til ritstjórnar og hugsanlegrar útgáfu ekki fyrr en tveimur áratugum eftir lát lxans og þá með allt öðrum hætti en hann og raunar flestir aðrir hefðu látið sér detta í hug um og eftir miðja þessa öld, þar sem ný viðhorf og ný tækni höfðu rutt sér til rúms. 7 Lokaorð I þessari grein lief ég leitast við að rekja eins vel og kostur er þann þátt í ævi Alexanders Jóhannessonar, sem varðar baráttu hans fyrir samningu orðabókar yfir íslenskt mál frá 1540. Þessi þáttur má ekki gleymast þeim, sem eiga eftir að njóta þeirrar orðabókar, sem liann og margir aðrir ágætismenn börðust fyrir, að samin yrði. Orðabókarmálið verður líka óbrotgjarn minnisvarði um þá menn, sem kenndu við Háskóla Islands og stýrðu honum á fyrstu áratugum hans. Fyrir framlag þeirra stendur öll íslenska þjóðin í mikilli þakkarskuld. *9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.