Orð og tunga - 01.06.2008, Page 22
12
Orð og tunga
tönn að gamlar orðabækur á sviðinu koma enn að ágætum notum.
Til dæmis má nefna Nucleus Latinitatis eða Kleyfsa, frá 1732, með ís-
lenskum orðskýringum (endurútgefinn á vegum Orðabókar Háskól-
ans 1994) sem ég nota mikið sjálfur og hef fregnað að aðrir noti nú
í skorti á annarri og nýrri latnesk-íslenskri orðabók. Kleyfsi gagnast
auðvitað sérstaklega þeim sem gera íslenskar þýðingar á latínutext-
um frá síðari öldum. Aðrar klassískar orðabækur hafa komið að góð-
um notum fyrir hið bandaríska verkefni á veraldarvefnum, The Per-
seus Project, sem er hýst hjá Tufts University í Boston, vegna þess að
þær eru komnar úr höfundarrétti vegna aldurs þótt þær séu fullgild-
ar enn. Hér má nefna hina ágætu latnesk-ensku orðabók Lewis and
Short, A Latin Dictionary (Oxford 1879), og grísk-ensku orðabækum-
ar Liddell and Scott, A Greek-English Lexicon (Oxford 1940), og Georg
Autenrieth, A Homeric Dictionary (New York 1891). Allar þrjár hafa
verið skráðar í gagnagrunn og samtengdar forngrískum og latnesk-
um textasöfnum með hjálp véla sem greina orðmyndir og finna jafn-
framt „flettiorð" þeirra. Þannig má fá beygingarfræðilega greiningu
hvers orðs í forngrískum og latneskum textum safnsins, „fletta upp"
enskri orðabókarskýringu þess, auk þess sem kalla má fram enskar
þýðingar textans (flestar gamlar úr höfundarrétti) og birta athuga-
semdir úr skýringarritum. Perseus-verkefnið hófst árið 1987 og ein-
skorðaðist útgáfan í upphafi við CD-ROM-diska. Frá árinu 1995 hefur
Perseus-verkefnið verið á veraldarvefnum, The Perseus Digital Library,
<www.perseus.tufts.edu>. Þar er safnað bæði latneskum og fomgrísk-
um textum en auk þess enskum endurreisnarritum og einhverju öðm
efni. Eins og áður sagði nýtir Perseus sér þá staðreynd að fjölmargar
textaútgáfur og handbækur í klassískum fræðum og fommálum em
komnar úr höfundarrétti og orðnar almannaeign. Verkefnið sýnir hve
vel gamlar prentaðar orðabækur liggja við þess háttar endurvinnslu í
gagnaveitum á veraldarvefnum.
Orðaforðinn í klassískum orðabókum (lat. copia uerborum, uocum)
— vart er hægt að ræða um efnið án þess að gera það í grísk-latneskum
hugtökum — er sem sagt allstöðugt mengi en hið sama er ekki endi-
lega hægt að segja um það form eða mynd (forma, idea, morfe) sem þetta
efni tekur á sig, sérstaklega á tímum þegar stafrænar spunavélar vefa
okkur hverfula vefi á rafrænum skjáflötum. Hér er allt í stanslausri
ummyndun og engin formgerð orða- og textasafna stendur lengur við
en í nokkur ár, á meðan einstakar síður eru spunnar á augnabliki sem