Orð og tunga - 01.06.2008, Page 25

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 25
Gottskdlk Jensson: Ummyndanir klassískra orðasafna 15 Tíð: Heill sjertu mikli landnámsmaður! Það er mjer fögnuður að finna þig að máli, og sjá hina fommannlegu ásýnd þína, yfirbragðið og augnaráðið, eins og það var á fyrri dögum; og hverju er það að þakka öðru, en hinu staðfasta og eilífa sem inni fyrir er, og sem tímans tönn getur ekki unnið á? Andi Ing: Kom þú sæll á minn fund, lokkumkrýndi tíðarandi! Það er mjer einnig fögnuður, að sjá þína breytilegu ásýnd, og svipinn núna svo frjálslegan og bjartan yfirlits, sem vitnar um hina góðu kosti, sem þú býrð yfir. [Leturbreyting mín.] Hér er því að vísu haldið fram að innrætið ráði nokkru um útlitið, hugmynd sem Óvíð er ekki ókunnugt um í Metamorfósunum, en vand- lega er greint þar á milli. Bæði hin „fornmannlega ásýnd" Ingólfs og hin „breytilega ásýnd" Tíðarandans mótast af þeim eiginleikum og kostum sem inni fyrir eru. Hitt dæmið er að finna í kvæði Benedikts Gröndals, „Hugfró", ort að sögn í Þýskalandi 1858, þar sem höfundur ávarpar skáldastéttina og útlistar varanleika orðsins listar í samanburði við aðrar listir:4 Og loksins þér, sem ljóða vekið hreim, hvað léði yður drottins guðdómshönd? Ei Mozarts list, ei málverks brögðin vönd, né marmarann að setja lífs í heim — hún veitti yður það, sem öllu ræður, allsherjar mynda og lista sameining, sem enginn myndað fær, en geystar glæður gínandi snarka fram um stjörnuhring; því orðið má ei deyja, æ það lifir og allt því lýtur, bæði mynd og hljóð; lýðimir hverfa, en það er öllu yfir, og ekki dofnar neitt um tímans flóð. Mörg liggja spor frá myrkri Hómers tíða: Myndimar sukku niðr í aldar hrönn, marmarinn eyddist fyrir tímans tönn: Tigið og eilíft stendur kvæðið fríða, því orðið, það er drottins eiginn hljómur, en enginn spegill, það er lífsins fjör, og á því vinnur enginn dauðadómur, þó dróttir veifi bitrum feigðar hjör. — [Leturbreyting mín.] 4Benedikt Gröndal, Ritsafn, 1. bindi, bls. 236, og skýringar bls. 544.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.