Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 25
Gottskdlk Jensson: Ummyndanir klassískra orðasafna
15
Tíð: Heill sjertu mikli landnámsmaður! Það er mjer fögnuður að
finna þig að máli, og sjá hina fommannlegu ásýnd þína,
yfirbragðið og augnaráðið, eins og það var á fyrri dögum;
og hverju er það að þakka öðru, en hinu staðfasta og eilífa
sem inni fyrir er, og sem tímans tönn getur ekki unnið á?
Andi Ing: Kom þú sæll á minn fund, lokkumkrýndi tíðarandi!
Það er mjer einnig fögnuður, að sjá þína breytilegu ásýnd,
og svipinn núna svo frjálslegan og bjartan yfirlits, sem vitnar
um hina góðu kosti, sem þú býrð yfir. [Leturbreyting mín.]
Hér er því að vísu haldið fram að innrætið ráði nokkru um útlitið,
hugmynd sem Óvíð er ekki ókunnugt um í Metamorfósunum, en vand-
lega er greint þar á milli. Bæði hin „fornmannlega ásýnd" Ingólfs og
hin „breytilega ásýnd" Tíðarandans mótast af þeim eiginleikum og
kostum sem inni fyrir eru.
Hitt dæmið er að finna í kvæði Benedikts Gröndals, „Hugfró", ort
að sögn í Þýskalandi 1858, þar sem höfundur ávarpar skáldastéttina
og útlistar varanleika orðsins listar í samanburði við aðrar listir:4
Og loksins þér, sem ljóða vekið hreim,
hvað léði yður drottins guðdómshönd?
Ei Mozarts list, ei málverks brögðin vönd,
né marmarann að setja lífs í heim —
hún veitti yður það, sem öllu ræður,
allsherjar mynda og lista sameining,
sem enginn myndað fær, en geystar glæður
gínandi snarka fram um stjörnuhring;
því orðið má ei deyja, æ það lifir
og allt því lýtur, bæði mynd og hljóð;
lýðimir hverfa, en það er öllu yfir,
og ekki dofnar neitt um tímans flóð.
Mörg liggja spor frá myrkri Hómers tíða:
Myndimar sukku niðr í aldar hrönn,
marmarinn eyddist fyrir tímans tönn:
Tigið og eilíft stendur kvæðið fríða,
því orðið, það er drottins eiginn hljómur,
en enginn spegill, það er lífsins fjör,
og á því vinnur enginn dauðadómur,
þó dróttir veifi bitrum feigðar hjör. —
[Leturbreyting mín.]
4Benedikt Gröndal, Ritsafn, 1. bindi, bls. 236, og skýringar bls. 544.