Orð og tunga - 01.06.2008, Side 27

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 27
Gottskálk Jensson: Ummyndanir klassískra orðasafna 17 prentaðri bók að kvæði Benedikts Gröndals. Þessi tvö gagnasöfn, not- uð saman, orðasafnið og textasafnið, gera nýjar rannsóknir möguleg- ar á orða- og hugmyndasögu nútímamálsins, sem áður voru ill- eða ógerlegar. Þetta er aðeins einn af mörgum möguleikum sem samþætt- ing orðasafna og textasafna á veraldarvefnum bjóða upp á. Það má kalla sérstakt lán fyrir þessa litlu tilraun mína að Bene- dikt Gröndal skyldi í „Hugfró" og skýringum með kvæðinu eigna orð- inu einmitt sömu eiginleika og sálin hefur hjá Pýþagórasi, samkvæmt Óvíð. Benedikt gerir það „eilíft" og „fullkomlega andlegt og öldrmgis ólíkamlegt" þótt birtingarmyndir þess geti verið margvíslegar. Þessi skilgreining Benedikts á orðinu fellur vel að þeirri andstæðu sem ég vildi hér draga upp á milli klassískra orðasafna og þeirra fjölbreyti- legu mynda sem þau geta nú tekið á sig í upplýsingaveitum á vefn- um og greiðir um leið fyrir leik mínum að fomum orðum sem end- urheimta fyrri tengslavef (lat. contextus) og öðlast nýjan á stafrænum vefstólum nútímans. 3 Hin miklu afrek fyrr og síðar á sviði klassískra orðasafna Alltaf er verið að gefa út gamla latneska og fomgríska texta í nýjum útgáfum og vissulega uppgötvast enn nýir textar á þessum málum, textar sem annaðhvort hafa fundist í rykföllnum codicibus á hillum gamalla bókasafna, eins og páfabréfið um Skálholt sem Jónas Gísla- son gaf út í XXIII. hefti Sögu árið 1985, eða komið hafa í ljós í fomleifa- uppgreftri, eins og 58. kvæði Saffóar frá Lesbey um ellina og ljótleika hennar sem grafið var úr söndum Egyptalands og útgefið í hitteðfyrra (West 2005). Eins og áður sagði liggur mikið af óútgefnum textum á latínu og grísku á handrita- og skjalasöfnum, svo ég minnist ekki á papýmsbrotin fjölmörgu í geymslum ýmissa stofnana og einstaklinga um allan heim. Þetta óútgefna efni telst ekki til nútíma textasafna og er því ekki orðtekið þegar unnið er að slíkum söfnum. Annað vel þekkt vandamál er að vinnan við orðasöfnun og rit- un orðabóka er mjög tímafrek. Aðstandendur stærsta latneska orða- safnsins, Thesaurus Linguae Latinae, sem ætlað er að ná yfir allt það sem skrifað var á latínu frá 3. öld f.Kr. til 600 e.Kr., hafa sýnt mikla þrautseigju í gegnum tíðina. Vinna við þessa miklu orðabók hófst ár-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.