Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 32

Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 32
22 Orð og tunga orum septentrionalium, í fimm heftum á árunum 1855-60. Flettiorðin í þessu riti voru norræn eða íslensk, tekin bæði úr skáldamálinu og prósa, en orðskýringar allar voru á latínu. Um 60 árum síðar end- urskoðaði Finnur Jónsson prófessor orðabók Sveinbjarnar og þýddi meðal annars orðskýringarnar á dönsku. Þegar danski málfræðingur- inn Rasmus Kristian Rask hafði unnið sambærilega endurskoðun á Orðabók Björns Halldórssonar, á öndverðri nítjándu öld, bætti hann við orðskýringum á dönsku en fjarlægði ekki þær latnesku. Þannig hefur sú orðabók skýringar á tveimur málum, latínu og dönsku. Því miður, liggur mér við að segja, vann Finnur Jónsson ekki svona, held- ur fjarlægði hann allar latneskar skýringar úr hinni nýju útgáfu sinni á Lexicon Poeticum. Finnur, sem jók orðasafn Sveinbjarnar, hefði auðvit- að getað samið nýjar skýringar á latínu. Hann var menntaður í klass- ískum fræðum við Hafnarháskóla og hafði lokið latneskum skýring- um Jóns Sigurðssonar á skáldatali í Snorra-Eddu-útgáfu Ámanefndar. Þetta síðasta hefti útgáfunnar var prentað 1887. Með aðstoð stafrænna spunavéla nútímans væm ýmsir möguleikar til þess að ummynda slíkt verk ef það væri til. En við höfum að minnsta kosti fyrstu út- gáfu Lexicon Poeticum með latnesku orðskýringunum frá hendi Svein- bjarnar. Sonur hans, Benedikt Gröndal, spann reyndar og ummynd- aði orðabók föður síns, þótt ekki væri það á stafrænum rafeindarokki, þegar hann tók saman lykil sinn yfir skáldamálið, Clavis Poetica. Til- gangur þeirrar orðabókar, sem höfundur kallar póetískt apparat (apparatus poeticus), var að raða dæmunum í Lexicon Poeticum á nýj- an leik eftir latneskum flettiorðum „til þess að auðveldlegar mætti sjá, hvílík og hve mikil og ótæmandi hafi verið auðlegð hins forna nor- ræna skáldamáls" (quo facilius adpareat, qualis et quam immensa et inex- hausta fuerit copia antiqui sermonis poetici septemtrionalis) eins og segir í formálsorðum bókarinnar. Með því að stokka efnið svona upp á nýtt röðuðust t.d. öll mannsheitin og -kenningarnar saman undir latneska flettiorðinu vir, 'karl', og fylltu þrjátíu og þrjá og hálfan dálk sem vissulega sýndi ákveðna auðlegð skáldamálsins. En úr varð einnig latnesk-íslensk orðabók með afar skáldlegum orðskýringum. Mikilvægi uppröðunar verður einnig ljóst af nýlegri endurútgáfu Kleyfsa, eða Nucleus Latinitatis frá 1738, á vegum Orðabókar Háskól- ans. Þessi ágæta latnesk-íslenska orðabók til notkunar í Skálholts- skóla, eins og segir á titilsíðu, raðar vissulega flettiorðum í stafrófsröð en aðeins sönnum orðum eða etýmólógískum orðum — gríska orð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.