Orð og tunga - 01.06.2008, Side 42

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 42
32 Orð og tunga virkum samsetningum, þegar notkunartilefnið varðar orðaval í ræðu eða riti, eða áhuginn beinist að því að fá yfirsýn um orðafar á tilteknu merkingarsviði. Þessar aðstæður liggja að nokkru leyti til gmndvallar hefðbundinni aðgreiningu orðabókartegunda, þar sem skilgreiningar og rækileg sundurgreining merkingarbrigða fer saman við aðhald í flettiorðavali (í skilgreiningaorðabók), en frjálsara flettiorðaval á við þegar gengið er út frá tiltekinni merkingu eða merkingarbrigði (t.d. í samheitaorðabók). í tvímála orðabókum togast einnig á tvenns konar notkunarþarfir að þessu leyti. Þegar hugsað er til þeirra sem koma að viðfangsmál- inu sem erlendu máli er eðlilegt að takmarka orðaforðann, bæði gagn- vart virkri orðmyndun og sjaldgæfu orðafari, og þá gjarna á breyti- legan hátt eftir kunnáttustigi notenda. Gagnvart þeim sem hafa við- fangsmálið að móðurmáli og leita eftir viðeigandi jafnheiti flettiorðs í markmálinu er staðan önnur. Þar leita m.a. inngöngu samsett orð sem í sjálfu sér skýrast af merkingu orðliða sinna og sambandi þeirra en eiga sér skýrt merkingarmið sem álykta má að vísað sé til með skýru jafnheiti í markmálinu. Efnislegar skorður prentaðra orðabóka eru enn augljósari þegar litið er til innri efnisþátta, svo sem orðasambanda af ýmsu tagi og notkunardæma. Þær upplýsingar sem fólgnar eru í þeim hlutum orða- bókartextans nýtast notendum heldur ekki í þeim mæli sem þær gerðu ef hægt væri að draga slíka efnisþætti fram sem sjálfstæð athugunar- efni óháð því undir hvaða flettiorðum þeir standa. Hér koma líka við sögu margs konar samþjöppimaraðgerðir, sem m.a. birtast í misjafn- lega skýrum táknimum, skammstöfunum og styttingum, sem notend- ur geta átt erfitt með að ráða í (sjá Wolski 1989). 2.2 Föst efnisskipan Prentaðar orðabækur hafa ekki síður búið við fastar skorður að því er varðar efnisskipan og þar með aðgang notenda að þeim upplýs- ingum sem þær búa yfir. Þar mótar meginskipanin með flettiorðum sínum yfirleitt umgjörðina og opnar notendum hlið að margvísleg- um efnisþáttum, sem sumpart eiga beint við viðkomandi flettiorð sem umsagnir um einkenni þess, en geta einnig haft sjálfstæða stöðu og krefjast sem slíkir sinna sérstöku umsagna eða skýringa. Flestar hin- ar almennari orðabækur eru bundnar stafrófsröð flettiorðanna, og þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.