Orð og tunga - 01.06.2008, Side 49

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 49
Jón Hilmar Jónsson: í áttina að samfelldri orðabók 39 sameinar nafnorðin geð, lund og skap. Sambærileg tengsl eru að þessu leyti á milli nafnorða og sagna, sömuleiðis á milli sagna og atviksorða (atviksliða). Með þeim stórvirku vinnslu- og greiningaraðgerðum sem nú má viðhafa á orðabókarlegum efniviði í málheildum og textasöfn- um er hægt að fá orðastæðum virkara hlutverk en áður og láta þær jöfnum höndum endurspegla setningarleg og merkingarleg einkenni. Notkunardæmi í lengri mynd sem sótt eru í textasöfn eða aðrar frumheimildir geta vitaskuld fengið meira rými en áður og birt marg- breytilegar upplýsingar, þótt erfiðara sé að koma við flokkun og grein- ingu sem nýta má við aðra efnisþætti orðabókarlýsingarinnar. í ljósi þessa getur merkingarleg greining og flokkim orðaforðans að töluverðu leyti farið fram án þess að þar sé byggt á hefðbundn- um skilgreiningum og merkingarskýringum. Með því að styðjast við notkunarsambönd orðanna og formleg einkenni er stigið mikilvægt skref í þá átt að fella segðarskipaða og inntaksskipaða orðabókarlýs- ingu saman í samstæða heild, með virkum tengslum á milli ólíkra hluta. Hvatinn að því að byggja upp samfellda orðabókarlýsingu af þessu tagi er ekki aðeins fólginn í því að leita álitlegra lausna í sam- ræmi við þá miðlunarkosti sem orðabókarefnið og greining þess hefur að bjóða. Þar er einnig að baki sú ályktun að notendur rafrænnar orða- bókar vænti þess almennt að hún geti gegnt sem víðtækustu hlutverki og þeir eigi auðvelt með að tileinka sér nýja og nýstárlega notkunar- möguleika. 4 Islenskt orðanet - nokkrir megindrættir Þær hugmyndir sem hér hafa komið fram hafa mótað orðabókarverk- efni sem greinarhöfundur vinnur nú að ásamt Þórdísi Úlfarsdóttir og hefur verið valið heitið íslenskt orðanet. Hér á ekki við að lýsa orðanet- inu í einstökum atriðum en ástæða er til að draga fram nokkur megin- einkenni sem ef til vill geta skýrt ofurlítið myndina af því sem fjallað hefur verið um hér á undan. í því sambandi skal tekið fram að orða- netið á sér ekki erlenda fyrirmynd, og það hefur að ýmsu leyti sér- stöðu meðal sambærilegra merkingarneta. Þar má í fyrsta lagi nefna samhengið við víðtæka og heildstæða orðasambandalýsingu, sem endurspeglast í því að orðasambönd eiga sjálfstæðari aðild að netinu en venja er. í öðru lagi gegna orðmyndunarleg vensl mikilvægu hlut-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.