Orð og tunga - 01.06.2008, Page 49
Jón Hilmar Jónsson: í áttina að samfelldri orðabók
39
sameinar nafnorðin geð, lund og skap. Sambærileg tengsl eru að þessu
leyti á milli nafnorða og sagna, sömuleiðis á milli sagna og atviksorða
(atviksliða). Með þeim stórvirku vinnslu- og greiningaraðgerðum sem
nú má viðhafa á orðabókarlegum efniviði í málheildum og textasöfn-
um er hægt að fá orðastæðum virkara hlutverk en áður og láta þær
jöfnum höndum endurspegla setningarleg og merkingarleg einkenni.
Notkunardæmi í lengri mynd sem sótt eru í textasöfn eða aðrar
frumheimildir geta vitaskuld fengið meira rými en áður og birt marg-
breytilegar upplýsingar, þótt erfiðara sé að koma við flokkun og grein-
ingu sem nýta má við aðra efnisþætti orðabókarlýsingarinnar.
í ljósi þessa getur merkingarleg greining og flokkim orðaforðans
að töluverðu leyti farið fram án þess að þar sé byggt á hefðbundn-
um skilgreiningum og merkingarskýringum. Með því að styðjast við
notkunarsambönd orðanna og formleg einkenni er stigið mikilvægt
skref í þá átt að fella segðarskipaða og inntaksskipaða orðabókarlýs-
ingu saman í samstæða heild, með virkum tengslum á milli ólíkra
hluta.
Hvatinn að því að byggja upp samfellda orðabókarlýsingu af
þessu tagi er ekki aðeins fólginn í því að leita álitlegra lausna í sam-
ræmi við þá miðlunarkosti sem orðabókarefnið og greining þess hefur
að bjóða. Þar er einnig að baki sú ályktun að notendur rafrænnar orða-
bókar vænti þess almennt að hún geti gegnt sem víðtækustu hlutverki
og þeir eigi auðvelt með að tileinka sér nýja og nýstárlega notkunar-
möguleika.
4 Islenskt orðanet - nokkrir megindrættir
Þær hugmyndir sem hér hafa komið fram hafa mótað orðabókarverk-
efni sem greinarhöfundur vinnur nú að ásamt Þórdísi Úlfarsdóttir og
hefur verið valið heitið íslenskt orðanet. Hér á ekki við að lýsa orðanet-
inu í einstökum atriðum en ástæða er til að draga fram nokkur megin-
einkenni sem ef til vill geta skýrt ofurlítið myndina af því sem fjallað
hefur verið um hér á undan. í því sambandi skal tekið fram að orða-
netið á sér ekki erlenda fyrirmynd, og það hefur að ýmsu leyti sér-
stöðu meðal sambærilegra merkingarneta. Þar má í fyrsta lagi nefna
samhengið við víðtæka og heildstæða orðasambandalýsingu, sem
endurspeglast í því að orðasambönd eiga sjálfstæðari aðild að netinu
en venja er. í öðru lagi gegna orðmyndunarleg vensl mikilvægu hlut-