Orð og tunga - 01.06.2008, Page 68
58
Orð og tunga
ið lagður að stöðugri vinnu við íslenska orðabók. Síðan Mál og menning
keypti bókina af Menningarsjóði hefur tvisvar komið út Tölvuorðabók
á diski (2000 og 2004), prentuð bók í endurskoðaðri útgáfu í tveimur
bindum (2002) og í einu bindi með nokkrum leiðréttingum og viðbót-
um (2007), og bókin hefur verið uppfærð á Netinu. Því er óhætt að
fullyrða að nú sé bæði hægara um vik að hvorutveggja endurskoða
bókina og nýta hana í sem flestum birtingarmyndum.
Áfram verður haldið við stöðuga uppfærslu bókarinnar. Ráðast
þarf í viðamikla endurskoðun á efnisflokkum, stórum nafnorðum og
lýsingarorðum og mörgum orðhópum þarf að viðhalda. Tæknileg úr-
ræði bókarinnar hafa þó aldrei verið meiri. Nú er Beygingarlýsing ís-
lensks nútímamáls aðgengileg og mikið hjálpargagn, íslensk málheild
í smíðum sem verður ómetanleg við endurskoðun og svo má nefna
niðurstöður lokaverkefnis Ónnu B. Nikulásdóttur um sjálfvirka grein-
ingu merkingarvensla í orðabókinni en grein eftir Ónnu um verkefni
hennar er sömuleiðis að finna í þessu riti. Þessi hjálpargögn munu
gera alla vinnu bókarinnar mun auðveldari og markvissari.
í Beygingarlýsingunni er vissulega meira efni en væri heppilegt að
öllu leyti fyrir íslenska orðabók. Þar má t.d. finna „rangar" beygingar-
myndir meðfram hinum en slíkar myndir þurfa að fá sérstakt merki
í íslenskri orðabók. Að sama skapi fyllir Beygingarlýsingin í margar
eyður í íslenskri orðabók. Sem dæmi má nefna að samsett orð
beygjast oft á annan veg en síðari liður þeirra gefur til kynna og sjaldn-
ast upplýsingar um það að fá í íslenskri orðabók enda er gengið út
frá því að upplýsingar um beygingu samsettra orða fylgi síðari lið
þeirra. Sem dæmi má nefna orðin dómur og barndómur. Barndómi fylgja
engar beygingarupplýsingar vegna þess að það er samsett úr barn og
dómur en í Beygingarlýsingunni má hins vegar sjá að barndómur er ekki
til í fleirtölu. Orðið dómur beygist hins vegar í eintölu og fleirtölu og
því ekki sjálfsagt að notendur ætli orðinu barndómur ekki að gera slíkt
hið sama. I bígerð er að tengja saman Beygingarlýsinguna og orða-
bókina á Netinu svo að notendur fái ítarlegri beygingarupplýsingar.
Upplýsingar íslenskrar orðabókar þurfa þó að vera gildishlaðnari en
þær sem finna má í Beygingarlýsingunni og þess verður að gæta að
„rétt beyging" fari ekki á milli mála.
Islensk málheild, gerð úr íslenskum textum sem valdir eru saman
á skipulegan hátt, hlýtur að gefa raunsönnustu mynd af íslensku nú-
tímamáli sem völ er á og hlakkar forlagið mikið til að fá slíkt tól við