Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 68

Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 68
58 Orð og tunga ið lagður að stöðugri vinnu við íslenska orðabók. Síðan Mál og menning keypti bókina af Menningarsjóði hefur tvisvar komið út Tölvuorðabók á diski (2000 og 2004), prentuð bók í endurskoðaðri útgáfu í tveimur bindum (2002) og í einu bindi með nokkrum leiðréttingum og viðbót- um (2007), og bókin hefur verið uppfærð á Netinu. Því er óhætt að fullyrða að nú sé bæði hægara um vik að hvorutveggja endurskoða bókina og nýta hana í sem flestum birtingarmyndum. Áfram verður haldið við stöðuga uppfærslu bókarinnar. Ráðast þarf í viðamikla endurskoðun á efnisflokkum, stórum nafnorðum og lýsingarorðum og mörgum orðhópum þarf að viðhalda. Tæknileg úr- ræði bókarinnar hafa þó aldrei verið meiri. Nú er Beygingarlýsing ís- lensks nútímamáls aðgengileg og mikið hjálpargagn, íslensk málheild í smíðum sem verður ómetanleg við endurskoðun og svo má nefna niðurstöður lokaverkefnis Ónnu B. Nikulásdóttur um sjálfvirka grein- ingu merkingarvensla í orðabókinni en grein eftir Ónnu um verkefni hennar er sömuleiðis að finna í þessu riti. Þessi hjálpargögn munu gera alla vinnu bókarinnar mun auðveldari og markvissari. í Beygingarlýsingunni er vissulega meira efni en væri heppilegt að öllu leyti fyrir íslenska orðabók. Þar má t.d. finna „rangar" beygingar- myndir meðfram hinum en slíkar myndir þurfa að fá sérstakt merki í íslenskri orðabók. Að sama skapi fyllir Beygingarlýsingin í margar eyður í íslenskri orðabók. Sem dæmi má nefna að samsett orð beygjast oft á annan veg en síðari liður þeirra gefur til kynna og sjaldn- ast upplýsingar um það að fá í íslenskri orðabók enda er gengið út frá því að upplýsingar um beygingu samsettra orða fylgi síðari lið þeirra. Sem dæmi má nefna orðin dómur og barndómur. Barndómi fylgja engar beygingarupplýsingar vegna þess að það er samsett úr barn og dómur en í Beygingarlýsingunni má hins vegar sjá að barndómur er ekki til í fleirtölu. Orðið dómur beygist hins vegar í eintölu og fleirtölu og því ekki sjálfsagt að notendur ætli orðinu barndómur ekki að gera slíkt hið sama. I bígerð er að tengja saman Beygingarlýsinguna og orða- bókina á Netinu svo að notendur fái ítarlegri beygingarupplýsingar. Upplýsingar íslenskrar orðabókar þurfa þó að vera gildishlaðnari en þær sem finna má í Beygingarlýsingunni og þess verður að gæta að „rétt beyging" fari ekki á milli mála. Islensk málheild, gerð úr íslenskum textum sem valdir eru saman á skipulegan hátt, hlýtur að gefa raunsönnustu mynd af íslensku nú- tímamáli sem völ er á og hlakkar forlagið mikið til að fá slíkt tól við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.