Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 76
66
Orð og tunga
Hann segir tíðara að tala um að fella klömbrur að e-u, t.d. rekatrjám,
þegar þeim er flett, en að fella klömbur að e-u, „þótt hvorttveggja sé
rétt", segir hann. Páll minnist á áhald það sem klénsmiðir, jám- og skó-
smiðir, nota í iðn sinni. Hann segir algengara að kalla það klömbru eða
klömbrur heldur en klö[m]bur eða klambrir. Til samanburðar má benda
á orð Margeirs Jónssonar í svigagrein (1924:18):
Klömbmr kölluðust eins og kunnugt er, litlar (leggja)-
klemmur sem notaðar vom til að halda ýmsum hlutum
föstum t.d. við skinnasaum (sbr. Þjóðmenjasafn íslands bls.
95). Er það sama orðið og klömbur, en afbakað.
Páll ólst upp á Norðausturlandi seint á 19. öld. Hann þekkir orðið
klömbur, í ft. klambrir, og gerir sér ljóst að það er eldra mál en klambra, í
ft. klömbrur, sem ryður sér æ meir til rúms um hans daga, þ.e. kringum
aldamótin 1900. Það vekur líka athygli að Páll minnist ekki á merking-
ima 'hleðsluhnaus'.
Lúðvík Kristjánsson (1983:287) lýsir því í íslenzkum sjávarháttum
hvernig farið var að því að fletta rekavið og beitt var mismunandi að-
ferðum eftir landshlutum. Þegar tré var tekið til sögunar, var algeng-
ast að setja það upp á trönur eða sögunargrind, en á Melrakkasléttu
var látið nægja að lyfta upp öðmm endanum og skjóta undir hann
skástoðum sem hölluðust hvor gegn annarri og gengu á víxl. Þær vom
reyrðar þannig saman að þær minntu á töng sem stendur á handföng-
unum og snýr kjaftinum upp. í þann klofa var rekatréð lagt.6 Þessar
„sögunartrönur", sem svo eru nefndar í íslenzkum sjávarháttum, virðist
Páll hafa kallað klömbrur (ft.) eða jafnvel klömbur (et.).
Gamla beygingin hefir því lifað eitthvað fram á 20. öld, en tórir nú
helst í bæjamafninu Klömbur, og leifir þó ekki af því.
2.3 klöm bur í samsetningum
Ekki hafa fundist dæmi um samsett orð með -klömbur að síðari lið.
Hins vegar er ef. et., klambrar-, notað sem forliður í samsetningum,
bæði í ömefnum, sem rætt verður um síðar, og í samnöfnum og þá
6Sjá 126. mynd í íslenzkum sjávarháttum I, bls. 287, og lýsingu Helga Kristjánssonar
í Leirhöfn á sama stað.