Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 76

Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 76
66 Orð og tunga Hann segir tíðara að tala um að fella klömbrur að e-u, t.d. rekatrjám, þegar þeim er flett, en að fella klömbur að e-u, „þótt hvorttveggja sé rétt", segir hann. Páll minnist á áhald það sem klénsmiðir, jám- og skó- smiðir, nota í iðn sinni. Hann segir algengara að kalla það klömbru eða klömbrur heldur en klö[m]bur eða klambrir. Til samanburðar má benda á orð Margeirs Jónssonar í svigagrein (1924:18): Klömbmr kölluðust eins og kunnugt er, litlar (leggja)- klemmur sem notaðar vom til að halda ýmsum hlutum föstum t.d. við skinnasaum (sbr. Þjóðmenjasafn íslands bls. 95). Er það sama orðið og klömbur, en afbakað. Páll ólst upp á Norðausturlandi seint á 19. öld. Hann þekkir orðið klömbur, í ft. klambrir, og gerir sér ljóst að það er eldra mál en klambra, í ft. klömbrur, sem ryður sér æ meir til rúms um hans daga, þ.e. kringum aldamótin 1900. Það vekur líka athygli að Páll minnist ekki á merking- ima 'hleðsluhnaus'. Lúðvík Kristjánsson (1983:287) lýsir því í íslenzkum sjávarháttum hvernig farið var að því að fletta rekavið og beitt var mismunandi að- ferðum eftir landshlutum. Þegar tré var tekið til sögunar, var algeng- ast að setja það upp á trönur eða sögunargrind, en á Melrakkasléttu var látið nægja að lyfta upp öðmm endanum og skjóta undir hann skástoðum sem hölluðust hvor gegn annarri og gengu á víxl. Þær vom reyrðar þannig saman að þær minntu á töng sem stendur á handföng- unum og snýr kjaftinum upp. í þann klofa var rekatréð lagt.6 Þessar „sögunartrönur", sem svo eru nefndar í íslenzkum sjávarháttum, virðist Páll hafa kallað klömbrur (ft.) eða jafnvel klömbur (et.). Gamla beygingin hefir því lifað eitthvað fram á 20. öld, en tórir nú helst í bæjamafninu Klömbur, og leifir þó ekki af því. 2.3 klöm bur í samsetningum Ekki hafa fundist dæmi um samsett orð með -klömbur að síðari lið. Hins vegar er ef. et., klambrar-, notað sem forliður í samsetningum, bæði í ömefnum, sem rætt verður um síðar, og í samnöfnum og þá 6Sjá 126. mynd í íslenzkum sjávarháttum I, bls. 287, og lýsingu Helga Kristjánssonar í Leirhöfn á sama stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.