Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 86
76 Orð og tunga
setningar eru algengar, þegar ön-stofnar eru annars vegar, og eru ígildi
stofnsamsetninga.
Tökum sem dæmi orðin tekjur og ýkjur. Þau eru oftar í fleirtölu en
eintölu, en þó er jafnan talað um tekjucifgang (ekki tekna-), ýkjusögur
(ekki ýkna-) o.s.frv. Oft er reynt að forðast ef. ft. af ön-stofnum.26 Mörg
ungleg ávaxtaheiti hafa veika beygingu og eru algeng í samsetningum
(iappelsínu-, kartöflu-, sveskju-) en sjást varla í ef. ft. Öðru máli gegnir um
epli sem er hvorugkynsorð, sterkrar beygingar. Það er oftast í ef. ft. í
samsetningum (eplagrautur, eplasafi). Gott dæmi um þennan mun eru
orðin kartöflurækt og jarðeplarækt.27
í miðaldamáli eru mörg dæmi um orðið stjarna í forlið samsetn-
inga. Það er ætíð haft stjömu- en aldrei stjarna- (né stjarn-, eins og síð-
ar varð), ekki einu sinni þar sem forliður krefst fleirtölumerkingar, svo
sem í orðunum stjörnuljós, stjömumark og stjörnutal.28
Orðmyndun sem þessi ætti því ekki að hafa verið framandi á 17.
öld. Þannig skýrast samsetningarnar klömbrukjálki (1674), klömbruvegg-
ur (1780), klömbruhnaus (miðbik 19. aldar) og jafnvel samsetningar sem
sjást ekki í heimildum fyrr en eftir 1900, þegar orðið klambra er þó
komið í notkun. Sumar lúta að klemmitöngum: klömbruborð 'Filebænk'
(Bl.), klömbrumatur og klömbrumunni (sjá 4.2.3), en aðrar að torfhleðslu:
klömbruhnaus (19. öld), klömbruveggur, klömbrulag (20. öld). Þær má all-
ar skýra á sama hátt.
Þegar á 18. öld má sjá merki þess að forliðimir klömbru- og klambr-
ar- séu lagðir að jöfnu. í bréfi, dags. 3. apríl 1780, svarar Hannes Finns-
son fyrirspurn frá Guðmundi Péturssyni um orðið klambrarveggr og
kemst svo að orði: „klömbru- eða klambrarveggr er ..." (Kristján Eldjám
1953:152).
I síðari hluta Klambrar sögu verður vikið nánar að forliðunum
klambra(r)- og klömbru-, einnig í ömefnum. Athuga þarf hvort klömbru-
er forliður sem tekur beinlínis við af klambrar- (umskipti), hvað sem
beygingu líður, og hvort sama gildir um örnefni. Samsett orð frá síð-
ustu öldum væru þá síður mynduð með klambrar- að forlið, en fremur,
26Þetta sést t.d. á orðum eða orðasamböndum úr máli síðustu kynslóða, svo sem
átta línu Inmpi, tíu tommu nagli, hundrað krónu seðill,fimm stjörnu hótel, átjcín holu völl-
ur, 20 gráðu frost og öðrum slíkum. Sjá um skyld dæmi Baldur Jónsson 1984:173 eða
2002:214.
27Yair Sapir (2003:129) minnist einnig á þetta og nefnir m.a. að sagt er smákökubakst-
ur, en aldrei *smákaknabakstur.
28Hér er eingöngu stuðst við Fritzner.