Orð og tunga - 01.06.2008, Page 90

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 90
80 Orð og tunga andi. Þar gæti verið um prentvillu að ræða eða pennaglöp (klömbrunni fyrir klömbrinni). En það gæti líka verið ósvikið merki þess að orðið klambra hafi verið komið í notkun, sbr. þau ummæli Páls Bjamarsonar að það orð leitaði á um hans daga á kostnað orðsins klömbur (sjá 2.2). 4.2.3 Merkingin 'klemmitöng' Páll Bjarnarson (1921-1923:277-278) notar tvívegis orðin klambra og klömbrur jöfnum höndum um smíðatöng, sbr. tilvitnun hér á undan (sjá 3.1). Nú er vitað um tvö dæmi til viðbótar um eintöluorðið í þess- ari merkingu. Annað má teljast frá 1927 en hitt frá miðri 20. öld, þegar slíkir gripir voru orðnir úreltir. Lítum fyrst á síðarnefnda dæmið. Það er á orðabókarseðli í tal- málssafni OH, þar sem Jakob Benediktsson hefir skrifað lýsingu á klömbrum eftir Eyjólfi Guðmundssyni (1870-1954), bónda á Hvoli í Mýrdal.35 Eyjólfur hefir jafnframt skýrt frá samsettu orðunum klömbru- matur og klömbrumunni, en óvíst er um aldur þeirra eða útbreiðslu. Það sem Eyjólfur kallar klömbrumat (eða mat) er fieygur sá sem áður hét klambrarveggur, og klömbrumunni er sá endi á klömbrinni sem hélt viðfangshlutnum föstum. Þessi orð eru að öðru leyti óþekkt. Líkleg- ast eru þau staðbundin og ekki til komin fyrr en orðið klömbrur (ft.) hafði tekið við því hlutverki sem klömbur (et.) hafði áður og klömbru- orðinn nærtækur forliður, sbr. dæmið um samsetta orðið klömbrukjálki (sjá 3.2.2).36 Hitt dæmið kom ekki upp í hendurnar á mér fyrr en þessi ritgerð var nærri fullsamin. Hans Kuhn (1899-1988), síðast prófessor í Kiel, ferðaðist ungur um ísland þvert og endilangt og safnaði gömlum og úreltum nytjahlutum sem fólk var þá sem óðast að farga. Þessa muni flutti hann til Þýskalands þar sem þeir eru varðveittir á Þjóðfræða- safninu í Hamborg (Hamburgisches Museum fur Völkerkunde und 35Flettiorðið á seðlinum er „klömbrur, f. pl.", en á einum stað í lýsingunni er orðið notað í eintölu („Leit þá klambran út þannig"). - Á öðrum seðli í talmálssafninu er lýsing á klömbrum, rituð eftir Steinþóri á Hala (d. 1981), dagsett 6. mars 1978. - Þessum hlutum hefði ekki þurft að lýsa, eins og gert var, ef alkunnir hefðu verið. Þeir hafa horfið úr notkun snemma á 20. öld og víða fyrr. 36Reyndar hafa mörg önnur tangarheiti sést, sum búin til af fræðimönnum til skýr- ingar. Meðal þeirra sem orðið hafa á vegi mínum og hafa a.m.k. svipaða merkingu og tdömbur erw.fasthelda, haldóra, haldstokkur, handskrúfstykki, klemmitöng, klofatöng. Sjá einnig 3.2.1.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.