Orð og tunga - 01.06.2008, Side 94

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 94
84 Orð og tunga Auðvitað gæti orðið klambra verið mun eldra en elstu heimildir og tilviljun ráðið því, að það hefir ekki birst fyrr í varðveittum ritum, en flest mælir gegn því. Hið eina sem gæti bent til þess, að það hafi verið komið í notkun fyrir 1700, er orðið klömbrukjdlki (1674), en eins og rakið var hér á undan, er sú röksemd alls ekki bindandi, síður en svo (sjá 3.2.2). Það sem veit hins vegar á ungan aldur, eru heimildimar sjálfar, þótt gloppóttar séu. Einkum er athyglisvert hvemig fræðimenn á 18. öld bmgðust við orðinu klömbrur. Framan af virtist þeim ekki detta í hug að það orð gæti verið fleirtala af klambra, og væri það þó nær- tækast. Því er ólíklegt að klambra hafi verið tíðkanlegt orð fyrir miðja 18. öld. Þó að Björn Halldórsson hafi það sem flettiorð um „ísstykki", verður ekki séð að neinn annar kannist við það í þeirri merkingu (sbr. 4.2.1). Sjálfur virðist hann ekki þekkja merkinguna 'hleðsluhnaus'. Dæmi um að klambra sé notað (í eintölu) um fastheldu eru ókunn fyrir 1900, og sama er að segja um merkinguna 'hleðsluhnaus'. Ferill bæjarnafnsins Klömbur styður loks þá ályktun að orðið klambra sé lítt þekkt fyrir 1800 og fari tæplega að tíðkast að neinu ráði fyrr en á 20. öld.46 4.4 klambra í samsetningum Engin dæmi eru kunn um viðliðinn -kla?nbra (í eintölu), en klömbru- er ekki óalgengur forliður í samnöfnum og örnefnum. Um hann hefir þegar verið fjallað í 3.2.2. Sjá einnig yfirlitið hér á eftir. 5 Yfirlit yfir samsetningar Til glöggvunar skal hér að lokum dregið saman hvernig orðin klömbur, klömbrur og klambra haga sér í þeim samsettu orðum, 16 að tölu, sem til umræðu hafa verið: 46í íslensku miðaldamáli eru vandfundin ótvíræð dæmi um að hreinir ö-stofnar (klömbur) og hreinir ön-stofnar (klambra) séu af sömu rót (án hljóðskipta), en það kann að vera tilviljun. Stundum getur ástæðan verið sú að ekki er auðvelt að greina á milli ö-stofna og i-stofna. Slíkar samstæður verða helst fundnar með fulltingi norskra eða ungra dæma. Nefna má dæmin skor : skora (norskt), dvöl: dvala (norskt). Ekki gagnast samstæðan gröf: grafa, því að grafa er nýyrði frá 20. öld (1917); sjá dæmi í OH. í dæmunum dreif: drífa;gjöf: gdfa eru hljóðskipti í rótinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.