Orð og tunga - 01.06.2008, Side 109
Þóra Björk Hjartardóttir: íslenzk-færeysk orðabók 99
Val og afmörkun orðaforðans í tvímála orðabókum er ætíð vanda-
samt og umdeilanlegt verk en líklega eru flestir því sammála að upp-
flettiorðin skuli endurspegla sem best allan almennan orðaforða nú-
tímamáls auk sérhæfðs orðaforða á helstu sviðum sem líklegt þykir að
komi almennum notendum að gagni. Vandinn við val flettiorðanna er
ávallt sá að notkunarþarfirnar eru jafnfjölbreyttar og notendurnir eru
og ekki einfalt mál að henda reiður á þeim og því er almennt reynt
að hafa flettiorðin af sem víðtækustum toga (sbr. Jón Hilmar Jónsson
2005:23-25). Ýmis álitamál hljóta þó alltaf að vera fyrir hendi eins og
hversu mikið vægi talmálsorð, mállýskubundin orð eða orð úr eldra
máli sem horfið hafa úr notkun eigi að hafa, eða hvort slíkur orðaforði
eigi yfirleitt erindi í tvímála orðabækur.
Ekki þarf lengi að blaða í ÍF til að rekast á ýmis flettiorð sem spyrja
má hvort heima eigi í bók af þessum toga vegna þess hve sérkennileg
eða sjaldgæf þau eru, jafnvel framandi íslenskum málnotendum. Enda
er það svo að mörgum þessara orða fylgir íslenskt skýringarorð innan
sviga aftan við flettiorðið sem er afar óvanalegt í tvímála bókum en
er vísbending um að bókin sé ekki eingöngu hugsuð fyrir Færeyinga
heldur einnig íslendinga því vart gagnast slíkar skýringar öðrum en
þeim sem kunna skil á viðfangsmálinu. Hér eru nefnd nokkur dæmi
um slík orð ásamt meðfylgjandi skýringum þar sem um þær var að
ræða:4
(1) angráður, annögl (= fénögl), apur 1 (= harður, bitur; kulda-
legur) 2 (= hryggur, dapur), arðmiði, berja (= tína ber),
bessaþeyr (þíður vindur á norðan), fruggulykt (= myglu-
lykt), glufra (= fljótfær og fasmikil kona), gluggaþykknji],
1. glumra (= hávær stúlka), 2. glumra (= glymja, buldra),
1. glypja (= gisið, lausofið klæði, laust prjón), 2. glypja
(= prjóna mjög laust), himpulið (hempulið, humpulið) (=
hyski, liðleskjur), ofkvæni (= konuríki), oggþó[g]a (= of-
reyna; skamma), rúskota (= róta til, færa úr lagi), skola-
köttur, skump (= fall, hrun), skúlkur (bitlaus hnífur), skúlk-
víður (um klæði), smeitur (= skráma, mar), vilgra (vílgra)
(um hunda), vömmóttur (= rellinn)
Athugun á þessum orðum í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans stað-
festi hversu fátíð þessi orð eru í íslensku máli en af þessum 24 orðum
4Skýringamar em hér sýndar nákvæmlega eins og þær eru settar fram í ÍF, ýmist
með tákninu = eða ekki.