Orð og tunga - 01.06.2008, Page 118

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 118
108 Orð og tunga deilir fyrir e-u í merkingunni 'greina' eða 'grilla' og deila við e-n í merk- ingunni 'þrátta'. Fyrir sama orð í ÍO er tilgreindur fjöldinn allur af orðasamböndum og notkunardæmum sem mörg hver eru afar langt frá venjubundinni notkun eins og t.d. deila e-m e-ð, deila við e-n mat og svefn og pað deilir ekki dropum. Flér hefur því fækkun orðasambanda í ÍF verið til mikilla bóta. Þótt almennt sé þessi hátturinn hafður á með orðasambönd í IF hefur þó verið aukið orðasamböndum í sumum flettugreinum frá því sem er í ÍO. Dæmi um slíkt er nafnorðið deila. 1ÍO er aðeins um að ræða skýringarorð (þræta, senna, pjarka) en í ÍF er flettugreinin mun um- fangsmeiri og tilgreind nokkur alvanaleg notkunardæmi: eiga í deilum við e-n, koma deilum afstað, valda innbyrðis deilum með peim, það varð áköf deila milli þeirra (með þeim) og einnig það er deilt á báða bóga sem ætti reyndar heima undir sögninni deila. Með slíkri úrvinnslu og fækkun á undirmerkingum og notkunar- dæmum sem hér hefur verið lýst þjónar ÍF tvímælalaust betur mark- miði sínu sem tvímálaorðabók fyrir notendur sem hafa viðfangsmálið, íslensku, ekki að móðurmáli. 5 Lokaorð Hér hefur verið fjallað um nokkur atriði í sambandi við fyrstu íslensk- færeysku orðabókina, einkum hefur þó athyglin beinst að íslenskum orðaforða hennar. Ekki varð komisthjá samanburði við íslenska orðabók útgefinni 1983 sem nefnd var í lista yfir orðteknar bækur og auðsýnt þótti að hefði verið notuð sem fyrirmynd og orðabókargrunnurirtn að mestu fenginn frá henni, bæði hvað varðar orðavalið og uppbyggingu flettugreinanna. Höfundur ÍF hefur þó lagað grunninn að ólíkri nálg- un viðfangsmálsins, íslensku, sem erlends máls einkum með því að fella niður fátíðari eða sérhæfðari orð og merkingar og er það yfirleitt til mikilla bóta. Einnig hefur verið aukið við orðum en þó mætti vel vera meira af nýlegum orðum í bókinni sem endurómuðu betur ís- lenskt samfélag nú á dögum. Fundið hefur verið að ýmsu, og mörgu kannski smálegu, eins og gengur en niðurstaðan er samt sú að mikill fengur er að þessari bók fyrir þá sem láta sig þessi náskyldu tungumál varða því nú er loks hægt að nálgast upplýsingar um færeysk jafnheiti alls almenns orðaforða íslensku og gott betur milliliðalaust.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.