Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 18

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK 18 varð ekki langlífur og tók Bjarni þá við búsforráðum með móður sinni. Hann lærði járnsmíðar hjá Sigurði Ólafssyni á Hellulandi sem á sínum tíma var héraðsfrægur maður og þó víðar væri. Hann hugsaði meira um nýjungar en framkvæmdir á eigin jörð. Meðal hugar- fóstra hans voru svifferjurnar sem settar voru á Héraðsvötn til samgöngubóta. Bjarni barst austur á Vopnafjörð árið 1892 með Árna Jónssyni lækni sem var um skeið héraðslæknir Skagfirðinga og sat í Glæsibæ í Víkurtorfu. En þessi austurför var ekki ófyrirsynju, því að þar festi Bjarni sér konu, Kristínu Jósefsdóttur frá Strandhöfn. Hún var fædd 19. ágúst 1866. Hún hafði misst móður sína á unglingsárum sínum og var þá fyrir framan hjá föður sínum; að þessu leyti höfðu örlögin höndlað þau Bjarna með líkum hætti. Hún fékk þó notið skólagöngu einn vetur á Laugalandi í Eyjafirði. Unga fólkið fluttist vestur í Skaga- fjörð 1897, þar voru þau í húsmennsku í Eyhildarholti og þar fæddist eldra barn þeirra 19. janúar sama ár, dóttirin Guðrún Ingibjörg (sem síðar varð kona Haraldar Júlíussonar). Húsmennska þýðir að þau voru innanhúss hjá bónda, en höfðu sér heimilishald. Húsmenn áttu gjarnan eitthvert sauðfé, en ekki kú, og bæði unnu hjónin að hluta til búi bóndans. Þetta var oft fyrsta skref til að efna í eigið heimili. En í Holti urðu nýbýlingarnir fyrir stórtjóni. Bæjarhús brunnu og allar eigur þeirra. Þau fóru að Löngumýri 1899 þar sem Magnús sonur þeirra fæddist 13. mars það ár, og þaðan út á Krók 1901. Þar fékkst Bjarni við smíðar, en átti einnig nokkrar kindur og hlut í bát og sótti sjó; hann var hraustmenni og sló ekki hendi móti staupi ef nauðsyn rak hann ekki til verka, var glaðsinna og hraustur vel, „gullfallegur maður“ sagði Stína Sölva. Bjarni átti þátt í stofnun verkalýðssamtaka á Króknum, vel metinn þegn í samfélaginu undir Nöfum. Bjarni og Kristín bjuggu fyrst þar sem heitir nú Skógargata 3 og smiðjan hans stóð uppi í Kristjánsklauf þar sem heitir Kambs- stígur, og enn stendur þar hús sem heitir Smiðjan. Í huga gróinna Króksara er þetta ofarlega í Klaufinni, húsið á horninu þar sem stígur liggur upp að húsi Eyþórs Stefánssonar og Sveins Nikódemussonar Skógargata 3 þar sem Kristín og Bjarni bjuggu fyrst á Króknum. Húsið t.h. er Þórshamar í Kristjánsklauf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.