Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 30

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 30
SKAGFIRÐINGABÓK 30 enn stendur á búðarborði. Sama ár fékk hann Jón Oddsson til þess að eikarmála allar hurðir og skúffur. Ýmsar smávörur eru enn undir gleri í búðarborðinu, en púlt sem var hægra megin við inngang er horfið bak við tjald tímans – en er þó á vísum stað; sjá mynd bls. 28. Regla var á skipulaginu. Á norðurvegg var fatnaður, bæði álnavara og tilbúin föt og það sem þurfti til saumaskapar. Á austurveggnum var öll matvara; hveiti, sykur og fleira í stórum skúffum sem vigtað var í poka eftir óskum viðskiptavina. Á suðurveggnum var leirtau, sem Haraldur flutti sjálfur inn frá Bretlandi, og margvísleg búsáhöld, kölluðust einu nafni ísenkram; bak við það býr þýska orðið „eisen“ sem þýðir járn. Kristmundur Bjarnason skýrir vel- gengni Haraldar á þessa lund í Sögu Sauðárkróks: „Gengi sitt á Haraldur Júl- íusson trúlega mjög að þakka lipurð í viðskiptum og greiðasemi við náungann. Svo átti að heita í upphafi, að verzlun hans væri staðgreiðsluverzlun, en hann var óragur við að lána, er hann vissi, að viðskiptavinum var féskylft. Þess má geta, að á kreppuárunum reyndist mörgum fjölskyldum einkar erfitt að fata sig. Kvað svo rammt að því, að dæmi eru þess að vermenn sóttu um fatastyrk til sveitarstjórnar, svo að þeir kæmust suður til róðra. Þótti mörgum fatasnauðum gott að leita til Haraldar. Hann dubbaði margan vermann upp, þótt greiðslu væri vant.“ (Síðari hluti II, 23–24.) Síðar segir Kristmundur: „Um 1940 er Verzlun Haraldar Júlíussonar orðin eitt stærsta fyrirtæki í bænum sinnar tegundar, og virðist því ekki hafi komið mjög að sök, þótt hann byggði hreiður sitt rétt að kalla við húsvegg Kaupfélags Skagfirðinga, enda tróð hann ekki illsakir við þá, sem þar réðu húsum, þvert á móti tókst góður kunningsskapur með honum og framkvæmdastjórum þess fyrirtækis.“ (Sama heimild, 24). Sem dæmi um óvenjulega viðskiptahætti Haraldar má nefna að þeir sem voru í reikningsviðskiptum við hann og gerðu upp mánaðarlega fengu 5% afslátt. Þannig umbunaði hann þeim sem héldu tryggð við verslunina. Nú er þessu öfugt farið, víðast hvar njóta þeir afsláttar sem staðgreiða. Það er engum vafa undirorpið að liðlegheit Haraldar áttu drjúgan þátt í því að festa verslun hans í sessi. Ég þekki dæmi þess úr eigin fjölskyldu. Sölvi Jónsson smiður, afi minn, fór á vetrarvertíð við upphaf árs 1920. Heima urðu eftir eiginkona og sjö börn og unglingar. Hann var í viðskiptum við Briem sem treysti sér ekki til þess að tryggja úttekt til vors upp á greiðslu af vertíðarhlut, en það gerði Haraldur þótt nýbyrjaður væri að höndla. Sigurlaug Jósafatsdóttir, amma mín, kom ung kona á Krókinn til þess að vinna í sláturtíð. Hana langaði í kjólefni, sem fékkst bæði hjá Briem og Haraldi. Briem var ekki fáanlegur til þess að lána henni í kjólinn upp á greiðslu í lok sláturtíðar, en það gerði Haraldur. Heimildarmenn kunna þessa mörg önnur dæmi. Guðmundur Svavar Valdimarsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir, Mundi Möggu Valda Garðs og Bogga Munda, giftu sig 20. desember 1942 og hófu búskap og byrjuðu að byggja suður við Bárustíg. Mundi vann þá í mjólkursamlaginu og veiktist og lá á sjúkrahúsi um skeið; afkoma og bygging hússins í voða. Haraldur vissi af þessu og bauð honum aðstoð sína sem ungu hjónin þágu. Um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.