Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Side 32

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Side 32
SKAGFIRÐINGABÓK 32 minni, langleitur, augun stór og andlitið æðabert, hann var sléttleitur og fíngerður og grannur, í meðallagi á hæð, ræðinn við kúnnann, hvort sem hann var barn eða burðugur bóndi, kíminn við krakkana; „heillin mín,“ sagði hann við okkur. Í mínu minni er hann jafnan í vesti eða hnepptri jakkapeysu, enda lítið skjól fyrir hafgolu og norðanþræsingi þarna á kambinum. Kári Jónsson var nágranni Haraldar og Guðrúnar og vann um skeið í búðinni. Hann segir í minningargrein: „Haraldur Júlíusson var í ríkum mæli búinn þeim kostum, sem prýða góðan verzlunarmann. Hann var harðduglegur og sístarfandi frá morgni til kvölds, hygginn í innkaupum, þó djarfur, ef því var að skipta. Hann gerði sér að meginreglu að standa í einu og öllu við allar skuldbindingar gagnvart þeim, sem hann skipti við. Hann naut því óskoraðs trausts þeirra, sem af honum höfðu einhver kynni. Orð hans jafn- gildu undirskrift. En það var fleira en trúverðugleiki Haralds, sem laðaði fólk að verzlun hans. Lipurð hans og greiðvikni var viðbrugðið. Hann var einstakt prúðmenni í framgöngu og háttum, í fari hans varð eigi „fordild fundin . . . og á slíkum verða eigi auðveldlega höggstaðir fundnir,“ sagði Sigurður skólameistari í ræðu um Rúnu í Barði, systur hans, og á það eins við um Harald. Hann vann „með gleði, en ekki með andvarpan“, var einstaklega lipur og fumlaus við afgreiðslu, viðmótið alltaf vinhlýtt og glatt og gamanyrði á vör. Slík framkoma aflaði og verzlun hans slíkra vinsælda, að eindæma mun hér um slóðir. Þeir eru ótaldir, sem leituðu ráða og aðstoðar Haralds, þegar erfiðleikar steðjuðu að. Hann rétti mörgum hjálparhönd, en gerði það svo hljóðlega, að jafnvel nánustu samstarfsmenn hans vissu ekki fyrr en e.t.v. löngu síðar. Samúð hans með þeim, sem minna máttu sín eða áttu í stundar erfiðleikum, var honum eðlislæg og því uppgerðarlaus; allt hjal um hjálpfýsi hans var honum ógeðfellt.“ Hér mælir maður sem þekkti vel til mála og gamlir Króksarar taka undir hvert orð. Haraldur átti trausta viðskiptavini sem héldu tryggð við hann. Rögnvaldur Jónsson vegaverkstjóri tók út allan kost fyrir flokkinn sinn, þann sem fékkst hjá Haraldi, síldarbátar sömuleiðis og ekki langt að sækja matarkassana þar sem þeir lágu við Gömlubryggju. Margir unnu í búðinni hjá Haraldi, lengur eða skemur. Börnin hans komu þar bæði við sögu og Bjarni tók síðan við rekstrinum og er enn að. Vagn Kristjánsson („sem var eins og bróðir okkar“ segir María), Jens Eriksen, Halldóra Jónsdóttir, Jón Gamalíelsson og Lovísa Hannesdóttir komu við sögu, Kári Jónsson kom þar til starfa árið 1950 og vann búðinni í sjö ár. Meðal annarra starfsmanna má nefna Sóleyju Skarphéðinsdóttur frá Gili, Nönnu Sæmundardóttur frá Bessastöðum, Vil- hjálm Egilsson og síðar Öldu dóttur hans, Jón Orm Halldórsson og Pálma Rögnvaldsson frá Marbæli og síðan barnabörnin, svo nokkrir séu nefndir. Stefanía Jónasdóttir var mörg ár við störf í búðinni eftir að Bjarni tók við rekstrinum. Haraldur vakti yfir búðinni, var þar bæði seint og snemma. Þau Guðrún fóru aldrei í sumarfrí, það orð var ekki í orðaforðanum. Þau skruppu norður á Akureyri að heimsækja Maríu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.