Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 33

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 33
KAUPMANNSHJÓNIN Á SAUÐÁRKRÓKI 33 systurnar í Barði, gistu þá á hóteli. Einu sinni sigldu þau með Maríu dóttur sinni og Guðfinni Einarssyni tengdasyni til Skotlands og Norðurlanda um 1966. Starfið, búðin og fjölskyldan á Króknum var þeim allt. En Haraldur var ekki einhamur og hafði fleiri járn í eldi. V PÁLMI RÖGNVALDSSON vann vetrarlangt í Verzlun Haraldar Júlíussonar 1968–69. Honum segist svo frá: „Það mun hafa verið haustið 1968 sem ég fór að vinna í Verzlun Haraldar Júlíussonar og ég vann þar til vors 1969. Þegar ég kom þarna í fyrsta skipti var ég drifinn inn í eldhús í kaffi og meðlæti, því ég var kominn um langan veg að handan. Þarna byrjuðu kynni mín af þeim sómahjónum Haraldi og Guðrúnu. Þau tóku mér opnum örmum og á heimili þeirra átti ég einstaklega góðu viðmóti að mæta, en ég leigði hjá þeim herbergi um veturinn. Eftir stutt spjall við gömlu hjónin þá arkaði ég fram í búðina til þess að sinna þeim störfum sem ég var ráðinn til. Rétt í því vindur sér inn í búðina gömul kona og spyr Bjarna hvort hann eigi drullusokk. Bjarni bendir á mig og segir: „Bara þennan og ég má ekki missa hann.“ Ég hugsaði með mér að þetta skyldi hann fá borgað, en ég held að það hafi ekki tekist ennþá þó oft hafi ég reynt. Ég minnist þess að þennan fyrsta morgun sendi Bjarni mig niður í kjallara til þess að ná í stígvél sem voru í einhverri hillu sem hann tiltók. Ég þaut niður stigann, enda maður á besta aldri, en þegar ég kom niður og leit í kringum mig þá leið mér líklega ámóta og barni sem kemur í fyrsta skipti í Disney- land. Ég rak upp stór augu því þarna var ótrúlega margt að sjá og þarna ægði saman hinum ýmsu hlutum, svo ég var nærri því búinn að gleyma hvað ég átti að sækja, svo undrandi varð ég. En ég rak augun í stígvélin fyrir algjöra tilviljun og flýtti mér aftur upp stigann með þessa góðu gripi. Það var mikið vöruúrval í Verzlun Haraldar Júlíussonar og ef það var ekki til sem fólk vantaði, þá reyndu þeir að útvega það með fyrstu ferð eins og sagt var. Enda voru engin takmörk fyrir þjónustulund þeirra feðga. Það var mjög gaman að vinna hjá þeim og kynnast þessari einstöku fjölskyldu, og hjá þeim feðgum fóru saman brennandi Haraldur og Pálmi Rögnvaldsson við störf í búðinni. Ljósmyndarinn hefur verið ókyrr því myndin er ekki alveg í fókus.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.