Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 35

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 35
KAUPMANNSHJÓNIN Á SAUÐÁRKRÓKI 35 viðskiptavinanna voru æði misjafnar, en allir eða langflestir fengu úrlausn sinna mála. Ef ekki var hægt að bjarga því strax sem vantaði, þá var líklegt að morgundagurinn kæmi sterkur inn, því bíllinn var væntanlegur í nótt eða snemma í fyrramálið. Margir komu í búðina til þess að kaupa eitthvað smávegis og spjalla og gat sú umræða orðið æði skrautleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þarna komu menn með misjafnar stjórnmálaskoðanir og skutu þéttingsfast hver á annan og veittu þá gjarnan andsvar eins sagt er á Alþingi. Bjarni var ótrúlega orðheppinn á þessum árum og það hefur reyndar ekki elst af honum. Kom hann oft með hárbeittar athugasemdir sem hittu í mark. Stundum kom Haraldur fram í dyrnar til að hlusta og skemmti sér vel. Hann var annars mikið að vinna á skrifstofunni, en kom þó oft fram í búðina til þess að afgreiða og fylgjast með. Það væri of langt mál að telja upp þessa snillinga sem litu við í búðinni og tóku þátt í þeim umræðum sem þar fóru fram. En það má segja með vissu að það voru mörg mál tekin til umræðu í Verzlun Haraldar Júlíussonar. Þeir unnu hjá B.P. á Sauðárkróki Friðrik Júlíusson (Frissi Júl.) og Hafsteinn Hannesson (Steini Hannesar) og komu á morgnana til þess að fá stöðuna varðandi akstur á olíunni og það voru ekki leiðinlegar stundir, þegar þeir voru á staðnum. Bjarni var snillingur í því að selja fólki eitthvað allt annað en það bað um ef sú vara var ekki til. Hann hafði ótrúlegan sannfæringakraft, sem enginn annar bjó yfir og fólk trúði honum og treysti, enda reyndist hann þessu fólki vel. En einstaka sinnum sá hann þó ekki ástæðu til þess að stilla sig ef eitthvað skemmtilegt var í boði varðandi söluna. Já, það var margt sem mönnum var útvegað eða lánað og ýmsum var þá orðið það ljóst „að traustur vinur getur gert kraftaverk”. Það var eitthvað um það að fólk væri í reikningsviðskiptum og sumir fengu skrifað í eitt og eitt skipti. Haraldur sá um uppgjörið og sendi mig stundum í bankann fyrir sig ef svo bar undir. Það var gott að búa inni á heimili þeirra Haraldar og Guðrúnar og þar leið manni líkt og heima hjá sér. Þótt versluninni væri lokað kl. 6 þá kom fólk bara bakdyramegin og þar gilti enginn lokunartími, þar fékk fólkið það sem það hafði gleymt að kaupa meðan verslunin var opin. Hjálpsemi og greiðvikni var númer 1, 2 og 3 hjá þeim Haraldi og Guðrúnu og Bjarni erfði þessa eiginleika gömlu hjónanna ásamt svo mörgu öðru sem skapaði honum það traust og vinsældir sem gömlu hjónin höfðu ætíð notið. Það kom fyrir að menn voru að rekja raunir sínar fyrir Haraldi og þá sagði Haraldur oft eitthvað á þessa leið: „Ja, ljót er saga þín og verra að hún er sönn.“ Og ætíð reyndi þessi blessaður öðlingur að leysa úr þeim vandamálum sem um var að ræða. Hann treysti mönnum og hann naut mikils trausts og menn vildu ógjarnan bregðast því trausti sem hann sýndi þeim. Þau Haraldur og Guðrún fóru ekki í manngreinarálit, hjá þeim voru allir jafnir og þau komu eins fram við alla. Góðmennska, kærleikur og hjálpsemi var þeim í blóð borin og það var mikið lán fyrir mig að kynnast þessu góða fólki og búa inni á heimili þeirra þennan vetur. Ég minnist þeirra hjóna með virðingu og þakklæti.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.