Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 46
SKAGFIRÐINGABÓK
46
skráð sig fyrir – sem aftur torveldaði
félaginu að standa við skuldbindingar
sínar.
Í fórum Haraldar er bók með færslum
sem lúta að Vélbátaábyrgðarfélagi Skaga-
fjarðar 1942–1944 (HSk. 479, 4to).
Viðskiptabók er þar yfir stofnsjóðs-
greiðslur og rekstrarkostnað Vélbáta-
ábyrgðarfélags Skagafjarðar: Árið 1940
mb. Garðar 60.60 kr., mb. Ingólfur
148.80, mb. Hafliði 144.75, mb. Glaður
54.60, 1942 mb. Blíðfari 125.00, 1943
mb. Frosti 100.00, mb. Úlfur Uggason
187.00. Tryggingagjöld eru greidd til
Samábyrgðarsjóðs Íslands 1940 og 1941.
Líklegt er að Haraldur hafi beitt sér fyrir
stofnun þessa félags, en um afdrif þess er
á huldu.
Móvinnslufélagið var merkilegur fél-
agsskapur sem stofnað var til 10. maí 1940
að forgöngu Haraldar. Kristmundur
Bjarnason segir svo í Skagfirzkum annál:
„Sauðárkróksbúar óttuðust kolaskort
vegna styrjaldarinnar. Haraldur Júlíus-
son kvaddi til fundar við sig Sigurð
sýslumann og Sigurð kaupfélagsstjóra til
að ræða „hitamál“. Haraldur kvað góða
móeltivél til í Reykjavík og stæði hún
ónotuð. Vél þessi var keypt, og tengdi
Jón Nikódemusson hana við olíumótor.
Stofnað var félag um starfræksluna:
Móvinnslufélag Sauðárkróks hf., og
eltivélin flutt í Skarðsland, sem næst
mógröfum þar. Vélin hnoðaði mó og skar
í köggla og reyndist góður eldsmatur“
(bls. 520). Sérstök nefnd lét kanna hvar
Haraldur var um áratugaskeið formaður Búnaðarfélags Sauðárkróks og átti sinn þátt í því að
kartöflugeymsla var reist í Kirkjuklauf. Þessi mynd er tekin á sjöunda áratugnum. Gunnar
Guðjónsson stendur við bílinn, því næst er Guðjón Sigurðsson bakari, en Ólína Björnsdóttir
kona hans stendur í dyrum geymslunnar á tali við Jón Friðbjörnsson gæslumann hennar.
Ljósm.: Stefán Pedersen.