Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 47

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 47
KAUPMANNSHJÓNIN Á SAUÐÁRKRÓKI 47 heppilegt væri að stinga upp mó og sýni voru send suður til þess að láta meta gæði. Nú var kjörin stjórn sem í sátu Haraldur formaður, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Friðrik Hansen og Sigurður Þórðarson kaupfélagsstjóri; skipun stjórnarinnar sýnir að hefðbundin póli- tísk þrætubók hefur verið lögð til hliðar; það heitir á nútímamáli að „þverpólitísk samstaða“ ríkti um málið. Ákveðið var að taka upp mó í landi Skarðs strax utan Gönguskarðsár í mýrum sem þar voru meðfram veginum upp frá gömlu brúnni yfir ána. Og þetta var ekkert smáræðismagn. Stjórnin bauð út móskurðinn sem átti að nema allt að 3.000 tonnum af blautmó. Þeir sem tóku verkið að sér voru Agnar Baldvinsson, Friðvin Þorsteinsson, Þorvaldur Jónsson og Valdimar Konráðsson. Tugir manna skráðu sig fyrir hlut, en hlutafé var 6.500 kr. Fyrsta árið voru tekin upp 1.515 tonn af blautum mó. Kostnaður við það var kr. 14.200.00, en mór var einungis seldur fyrir 7.157.50 kr. Tapið var því mikið. Stjórnin ábyrgðist 6.200.00 kr. víxil. En þetta var kjarabót fyrir bæjarbúa. Tonnið af mó kostaði 38 kr., en fyrir kolatonn þurfti að snara út 80–100 kr. Sumarið 1942 kviknaði í mómylsnu á þurrkvelli úti á Eyri og varð af mikill eldur. Slökkviliðið mætti undir forystu Guðmundar Sigurðssonar, Munda Gull, og náði það tökum á eldinum. Árið 1944 voru seld 73 tonn af mó, líklega fyrningar frá fyrri árum, en þá var verðið komið upp í 170 kr. tonnið. Sótt var um styrk syðra vorið 1941 og fékkst hann, 30 kr. á hvert tonn, þó ekki meira en 6.000.00 kr. Það ætti að hafa leyst stjórnarmenn undan víxilábyrgðinni. Félagið virðist hafa lognast út af 1945. Í fórum Haraldar hefur varðveist bók þar sem er „Skrá um gjafir til Elliheimilis í Skagafirði“. Þar eru skráð framlög einstaklinga og félagasamtaka árið 1931 og síðan 1943–45, auk tekna af merkjasölu, alls kr. 17.605.99 (Óskráð gögn á HSk.). Þetta er nokkurt fé, en óvíst er hvernig því var varið. Búnaðarfélag Sauðárkróks var stofnað 3. október 1927 og var fyrsti formaður þess Kristinn P. Briem, en Harald- ur tók við keflinu um 1930 að ætla má og gegndi formennsku fram á 6. áratug aldarinnar. „Samt lagði ég lítið til búnaðarstarfa, nema hvað ég átti hest nokkuð lengi, jú, og reyndar átti ég kú, en það tekur því varla að nefna svoleiðis. Það áttu allir kýr á Króknum á þeim árum. En ég hefi alltaf haft áhuga á ræktun. Finnst það ganga seint að rækta upp Nafirnar, þó hefur nokkuð munað í áttina í seinni tíð.“ Búnaðarfélagið beitti sér fyrir að glæða áhuga bæjarbúa á matjurtarækt og grasrækt og varð vel ágengt; garðar stækkuðu og sífellt fleiri spreyttu sig á ræktun grænmetis. Félagið keypti dráttarvél með jarðvinnslutækjum 1929 eða svo, og sláttuvél að hálfu á móti einum félagsmanna. Dráttarvélin var lánuð félagsmönnum án endurgjalds. Páll Þorgrímsson fylgdi vélinni og var betri en enginn. Þá beitti félagið sér fyrir byggingu kartöflugeymslunnar sem var tekin í notkun 1937. Haraldur átti ríkan þátt í stofnun Verslunarmannafélagsins á Króknum og hann sat í stjórn Talsímafélagsins 1920– 1950 er það var lagt niður; hann var eins konar óopinber framkvæmdastjóri þess félags sem var stofnað 1906 þegar öldur risu hátt um símamál og mektarmenn héraðsins munu þá beinlínis hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.