Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 48
SKAGFIRÐINGABÓK
48
flogist á. Símstöð var opnuð á Krókn-
um 1906 og Talsímafélagið beitti sér
m.a. fyrir því að ríkissjóður tæki að
sér rekstrarkostnaðinn. Þá er ótalinn
hlutur hans í stofnun Taflfélags Sauðár-
króks, lúðrasveitar bæjarins, Rauða
kross félagsins, slysavarnadeildar og
Náttúrulækningafélags Íslands. Hann var
og ötull stuðningsmaður leikfélagsins. Til
hans var leitað því að hann hélt vel utan
um öll formlegheit félagsstofnunar, var
traustur bakhjarl sem jók tiltrú manna
á félagsskapinn. Auk þess var maðurinn
áhugasamur um öll framfaramál.
Eitt var það sem Haraldi fórst óhönd-
uglega: hann var klaufskur bílstjóri
segja kunnugir, en Bjarni sonur hans
bætti það upp. Bjarni byrjaði ungur
að grípa í bíl, eins og áður var sagt, en
Bjarni man þetta ekki með vissu eða vill
ekki muna. Bæði Árni Rögg og Valgarð
Björnsson leyfðu honum að aka. Hitt
er víst að 14–15 ára fór Bjarni akandi
allra sinna ferða. „Ég hafði hæfileikana,
en pabbi prófið“ segir Bjarni. Sigurður
sýslumaður sagði einhvern tímann
við Harald að það væri merkilegt við
bílana hans að þeir ækju sjálfir. Þá var
Bjarni á rúntinum og sá naumast yfir
mælaborðið. Þegar fjölskyldan fór í
stuttar ferðir til Akureyrar að heimsækja
skyldfólk fékk Haraldur bílstjóra, þangað
til Bjarni fékk ökuskírteini. Einhverju
sinni var Haraldur að kaupa kjöt hjá
Pétri Jónssyni við Freyjugötu, en gekk
illa að bakka bílnum úr stæði. Brynjar
Á Rådhuspladsen í Kaupmannahöfn 1967. Guðrún, Haraldur, Guðfinnur og María.
Þetta var eina utanlandsferðin sem Haraldur og Guðrún fóru. Sumarfrísferðir voru stuttar,
ýmist norður á Akureyri eða vestur í Bolungarvík – og ekki stoppað lengi.