Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Side 82

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Side 82
SKAGFIRÐINGABÓK 82 Þetta var eini ein- staklingurinn sem ég fékk lán hjá á þessum vetri. En þetta er nú útúrdúr frá aðalefninu. Veturinn leið og tíminn þokaðist áfram við kulda, sult og seyru og stundum hálfgert hundalíf. Þegar kom fram á síðari hluta vetrar, mig minnir í aprílbyrjun, fór ég að finna til magnleysis. Ég varð skíthræddur við þetta og hélt ég væri að fá einhverja pest svo ég fór til læknis. Lækn- irinn skoðaði mig vandlega og tók blóð- prufu. Að lokinni rannsókn sagði hann að ég yrði að hafa hvíld og kjarngott fæði. Ég sagði honum sem var, að próf færu senn að byrja og þeim mætti ég ekki sleppa. Hann yppti bara öxlum og svaraði: „Ég ræð yður til að hugsa ekki um próf að svo stöddu.“ Ég fór svo heim í stofu mína, ekki erindi feginn. Auðvitað vissi ég sjálfur hvað bagaði mig, auðvitað var það skortur. Hvað átti ég nú til bragðs að taka, fá lán, en hver vildi ganga í ábyrgð fyrir öreiga skólastrák, óþekktan í viðbót? Þá var eins og hvíslað væri að mér: „Farðu til skólastjóra,“ og til hans fór ég og bað hann að skrifa á víxil fyrir mig. Ég held að ég hefði ekki getað beðið nokkurn annan mann að gera þetta. Ég var alveg að drepast úr uppburðarleysi og feimni meðan ég stundi upp erindinu, ekki af því að ég væri feiminn við séra Magnús, það var ég aldrei frá fyrstu kynningu, heldur hitt að mér fannst að ég næstum vera að drýgja glæp með þessu atferli mínu. Ekki stóð á séra Magnúsi að skrifa á víxilinn, það taldi hann alveg sjálfsagt, spurði mig aðeins hvað ég vildi hafa hann háan. Ég sagði honum að ég hefði ekkert til að lifa af til vors og þá upphæð þyrfti ég að fá og samstundis var hún komin á víxilinn. Þessum grófu [minn- inga]brotum er nú lokið og þegar ég rifja þetta upp úr minnis- bók minni og hugsa um alla þá örðugleika sem ég átti við að stríða, verða þeir nú smámunir einir. Ég iðrast ekki eftir að hafa soltið þennan tíma til þess að fullnægja þrá minni, ekki beint vegna þess að hafa öðlast kennararéttindi, heldur vegna þess að frá þessum tíma á ég mínar kærustu og gleðiríkustu endurminningar sem ætíð hlýja mér um hug og hjarta. Þessar minningar eiga ekki rætur í danssölum eða í kvikmyndahúsum höfuðstaðarins, heldur í skólalífinu sjálfu. Í sambúð og kynningu elskulegra bekkjarsystkina og undir handleiðslu afburða kennara, svo sem Sigurðar Guðmundssonar síðar skóla- meistara, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, doktors Ólafs Dan., og síðast en ekki síst gullið sjálft, séra Magnús Helgason skólastjóri. Framgangsmáti hans, mannúð og hlýja gerðu alla þá sem í návist hans voru að meiri og betri mönnum. Blessuð sé minning hans. Magnús Helgason skólastjóri Kennaraskólans. Eigandi: Minjasafnið á Akureyri HEB 0343.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.