Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 91

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 91
SJÓFERÐ Á SINDRA Í MAÍ 1922 91 skipum til að byrja með, skipin skammt undan landi, varasemi því fjær hugum yfirmanna en skyldi. Þegar lagst skyldi á Hornvík þekktu menn sig ekki þar, en vík sú, sem Sindri og fleiri skip voru komin inn á, var Hælavík. Var nú ekki um annað en vélarnar að ræða, en þær biluðu í mörgum þessum skipum. Í Sindra bilaði vélin, upp aftur og aftur. Hornvík var honum töpuð, en Aðalvík næsti legufær staður. Sigldum við því vestur og fleiri skip. Flest munu skip þessi hafa farið of djúpt, mennirnir sem réðu verið of hræddir við landið. Talismann frá Akureyri fórst við land í marsmánuði þennan vetur; var mönnum minnisstæð sú harmasaga. Ekki er ólíklegt að það slys hafi átt sinn þátt í því sem gerðist nú á þeim skipum sem úti lágu. Eg vil líta þannig á það mál, því ef það hefði ekki verið, hefði stjórn á þeim skipum sem til drifs voru lögð, verið ófyrirgefanleg. Þegar Sindri var fram af Aðalvík skyldi enn nota vélina til að komast þangað, en sem fyrr gekk hún ekki, hrökklaðist aðeins í gang, en var óðara stopp aftur. Urðu af því stórtafir, villandi fyrir þá er ráða skyldu. Logglínan hafði slitnað, við tapað logginu1 og björgunarbátnum, þó var Sindri lagður til drifs. Klukkan mun þá hafa verið 24. Nú var ekki þörf fyrir allan mannskap ofan þilja, fóru menn því í kojur nema fjórir, Baldvin, Jónas, Þorvaldur og Jón. Baldvin hafði staðið við stjórn frá því byrjað var að sigla, hann var það heitur að gufaði upp úr herðum hans. Hún var því ekki tilhlökkun nóttin sú fyrir hann og reyndar engva af hans mönnum. Sindri lá til með tvírifuðu stórsegli og litlum klíver2 fram á miðju bugspjóti, hann fór vel í sjó fram til kl. fjögur. Einu sinni á því tímabili var ekki annað sjáanlegt en við mættum víkja frá skipi, Sæunni frá Akureyri, en hún hafði gangfæra vél og forðaði okkur frá því hættulega verki. Eftir kl. fjögur herti veðrið um allan helming, sjórinn var úr því eins og eitt ísmul og fangbrögð skipsins við þá trylltu sjóa þvílík að það nötraði stafna á milli. Það mun hafa verið kl. sex til sjö að matsveinninn gat lagað kaffi við illan leik. Baldvin og Jónas fóru niður að fá sér sopa, við Þorvaldur vorum í stýrishúsi á meðan. Þeir komu svo kaffifyllri og heitari upp, en við Þorvaldur fórum niður, helltum í okkar könnur, hugðumst gera kuldanum skil, en það fór á annan veg. Við vorum ekki farnir að drekka þegar skipið fékk á sig stórsjó, hnykkurinn var það harður að hann afgreiddi menn, rúmföt og allt lauslegt úr kojunum stjórnborðsmegin niður á gólfið. Fimmtíu kílóa matbauna- poki var í koju niður við gólf, hann sentist á eldavélina sem stóð á bekk mikið ofar, fór hún upp af festingum á öllum löppum nema einni, þannig hékk hún hálfflöt með eldinn í, innan um mannskap, rúmföt og dót. Einhver af mönnunum hafði haft fiskikníf í kojunni hjá sér. Hann kom á vinstri hönd mína og skar mig frá úlnlið fram á hnúa, er örið enn þegjandi vottur. Við Þorvaldur þurftum ekki að súpa kaffið, það var horfið og könnurnar með. 1 Loggið (hraðamælir á skipi) var dregið með logglínu; hér skrifað lokklínan og lokkinu. 2 Klífer (klíver) eða klýfir = þríhyrnt segl fremst á skipi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.