Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 93

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 93
SJÓFERÐ Á SINDRA Í MAÍ 1922 93 sjó sléttir örskamma stund. Svo var hér. Næsti stórsjór kom á gaflhornið hinum megin og slétti að nokkru í lestinni. Þetta bjargaði skipinu. Sá sjór á sömu síðu hefði hvolft því. Ekki var viðlit að gera við skemmdir í þeim veðurofsa sem var, en stýriskeðjunni komum við saman við illan leik. Nú var sigling hafin til lands. Hefur sjálfsagt öllum verið ljóst að landvar þurfti að nást, hvað sem það kostaði. Jónas stýrimaður tók nú við ábyrgðar- mestu stöðunni um borð, stýrinu. Baldvin skipstjóri var yngri maður og fyrsta flokks dekkmaður, bæði lipur- menni og harðgerður eftir því. Það var bæði öryggi og ánægja að sjá nú Jónas, þetta mikilmenni og góðmenni, nota sína löngu reynslu og þekkingu til að halda þessu flaki ofansjávar. Jónas kunni verkið, sem hann var kenndur við, og kunni það af því að hann hafði snert á því áður. Eins og áður er sagt var skansinn af Sindra milli vanta, styttur allar brotnar við dekkið. Þetta var ekki svo hættulegt meðan Sindri lá á bakborða, en þegar hann kom yfir á stjórnborða, þá fóru styttugötin í kaf við hverja báru. Það þurfti því að dæla heldur knálega. Eitthvað mun dælan á Sindra hafa verið klikkótt því það mátti svo heita að enginn maður næði upp í hana sjó vandræðalaust nema Þorvaldur. Hann var því sjálfkjörinn við hennar ágæti, lenti því í mínum verkahring að ná sjónum er hella varð í dæluna til að byrja með. Þó sjór væri nógur bæði utanborðs og innan þá var ekkert þægðarverk að handsama hann, var yfirsjón ein að nokkur maður fór óbundinn að því verki. Þetta hafði þó lánast. Alla þessa nótt dældum við á klukkustundar fresti. Sjónum náði eg alltaf á sama stað við afturvantinn, hélt mér í vantinn með vinstri hendi en sökkti fötunni í sjóinn með hægri. Þegar eg halaði fötuna inn hafði eg stag úr vantinum á milli handleggjanna þar til eg náði taki á fötunni með hægri hendi, en þá um leið greip eg vinstri handar takið um vantinn, beið svo lags að skjótast fram með stýrishúsi að dælunni. Þessu lýsi eg svo nauið vegna þess að þessi sömu tök notaði eg alltaf þegar eg var við þetta verk. Voru fálmtök sitt á hvað óþörf og hættuleg, forðaðist eg þau. Það var í einni þessari fötuferð, eftir að farið var að sigla. Eg var búinn að ná sjónum og hala fötuna að mér svo eg hélt henni í hægri hendi, en um vantinn með þeirri vinstri og leit til lags. Sá eg þá afar mikinn sjó ríða að skipinu, en vegna þess að eg hafði grúft yfir fötunni andartak, sá eg ekki sjóinn fyrr en of seint til þess að sleppa fötunni og halda með báðum höndum. Það hafði blætt nokkuð úr hendinni af skurði þeim er áður er frá sagt og ekkert var fyrir gert í þessum umsvifum. Kann það vera að máttur hafi verið minni í hendinni af því. Sjór þessi sleit mig af vantinum, senti mér á stýrishúsið, fór eg með sjónum fram með því, sömu götu og svo oft áður þessa nótt, yfir skipið framan við stýrishús og út hinum megin, en kom ekki við hjá mínum kæra Þorvaldi eða hans ágætu dælu. Svo var sjór þessi þykkur að Þorvaldur, sem hélt sér nálægt mótorhúsi, sá olíuspjör fara hjá sér í sjónum, en ekki manninn. Þeir sem voru í stýrishúsi sáu að maðurinn var horfinn og vissu þá hvert. Skipinu var rennt um leið upp í vindinn. Þá sáu menn færi dragast út af skipinu, tóku í það, fundu þeir að eitthvað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.